Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Yst á Langanesi frá Vatnsleysu, út fyrir Font og vestur fyrir Skálabjarg, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.
Lýsing
Fremur lág sjávarbjörg. Útivist og ferðamennska er stunduð á svæðinu og sigið er eftir eggjum í bjarginu.
Forsendur fyrir vali
Mikið sjófuglavarp og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru rita, langvía og álka.
Fuglar - Sjófuglabyggðir
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Rita (Rissa tridactyla) | Varp | 21631
|
2006–2008 | 4,0
|
Langvía (Uria aalge) | Varp | 16518
|
2006, 2008 | 2,0
|
Álka (Alca torda) | Varp | 4021
|
2006, 2008 | 1,0
|
Ógnir
Umferð ferðamanna, eggjataka og skotveiði.
Aðgerðir til verndar
Setja þarf umgengnisreglur og tryggja að eggjatekja sé sjálfbær. Koma í veg fyrir skotveiði í nágrenni fuglabjarga.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Langanesbjörg í kortasjáStærð
29,6 km2
Hlutfall land 10%
Hlutfall sjór 87%
Hlutfall strönd 3%