Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Eyja í Skagafirði ásamt 1 km verndarjaðri umhverfis.
Lýsing
Þverhnípt eyja með grasi vaxinn koll. Eggja- og lundatekja er stunduð árlega og töluverður ferðamannastraumur er til Drangeyjar.
Forsendur fyrir vali
Mikið fuglalíf er í Drangey og telst hún alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð og auk þess sérstaklega mikilvæg fyrir fyrir langvíu, álku og lunda.
Fuglar - Sjófuglabyggðir
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Langvía (Uria aalge) | Varp | 7099
|
2007 | 1,0
|
Álka (Alca torda) | Varp | 2116
|
2007 | 1,0
|
Lundi (Fratercula arctica) | Varp | 33900
|
2014 | 2,0
|
Ógnir
Ferðamennska.
Aðgerðir til verndar
Setja þarf umgengnisreglur og tryggja að nýting hlunninda verði áfram sjálfbær.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Drangey | Aðrar náttúruminjar |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Drangey í kortasjáStærð
6,6 km2
Hlutfall land 3%
Hlutfall sjór 95%
Hlutfall strönd 1%