Krýsuvíkurberg

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Sjávarbjarg austan við Grindavík á sunnanverðum Reykjanesskaga, frá Keflavík í austri að Svörtuloftum í vestri, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.

Lýsing

Allstórt fuglabjarg með klapparfjöru eða stórgrýti. Vinsæll útsýnis- og fuglaskoðunarstaður. Hefðbundin nýting hlunninda (eggjataka) er nú aflögð.

Forsendur fyrir vali

Alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð og ná rita, langvía og álka alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Rita (Rissa tridactyla) Varp
46564
2005
8,0
Langvía (Uria aalge) Varp
8785
2007
1,0
Álka (Alca torda) Varp
4127
2007
1,0

Ógnir

Vaxandi ferðamannastraumur og ólöglegt fugladráp.

Aðgerðir til verndar

Liggur innan Reykjanesfólkvangs. Setja þarf umgengnisreglur fyrir bjargið og herða eftirlit innan fólkvangsins. Styrkja búsvæðavernd í stjórnunar- og verndaráætlun.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Reykjanesfólkvangur Fólkvangur

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05

Size

8,7 km2
Hlutfall land 10%
Hlutfall sjór 85%
Hlutfall strönd 4%