Svæðið er tilnefnt vegna fugla.
Mörk
Sjávarbjarg austan við Grindavík á sunnanverðum Reykjanesskaga, frá Keflavík í austri að Svörtuloftum í vestri, ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km til sjávar.
Lýsing
Allstórt fuglabjarg með klapparfjöru eða stórgrýti. Vinsæll útsýnis- og fuglaskoðunarstaður. Hefðbundin nýting hlunninda (eggjataka) er nú aflögð.
Forsendur fyrir vali
Alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð og ná rita, langvía og álka alþjóðlegum verndarviðmiðum.
Fuglar - Sjófuglabyggðir
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Rita (Rissa tridactyla) | Varp | 46564
|
2005 | 8,0
|
Langvía (Uria aalge) | Varp | 8785
|
2007 | 1,0
|
Álka (Alca torda) | Varp | 4127
|
2007 | 1,0
|
Ógnir
Vaxandi ferðamannastraumur og ólöglegt fugladráp.
Aðgerðir til verndar
Liggur innan Reykjanesfólkvangs. Setja þarf umgengnisreglur fyrir bjargið og herða eftirlit innan fólkvangsins. Styrkja búsvæðavernd í stjórnunar- og verndaráætlun.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Reykjanesfólkvangur | Fólkvangur |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05Kortasjá
Krýsuvíkurberg í kortasjáStærð
8,7 km2
Hlutfall land 10%
Hlutfall sjór 85%
Hlutfall strönd 4%