Fréttir

 • 17.06.2021

  Ólafur Karl Nielsen sæmdur riddarakrossi

  Ólafur Karl Nielsen sæmdur riddarakrossi

  db_20110619-_t6h6746.jpg

  17.06.2021

  Í dag, 17. júní, sæmdi forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, 14 Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þar á meðal var Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands sem var sæmdur orðunni fyrir rannsóknir á íslenskum fuglum, ekki síst fálka og rjúpu, og miðlun þekkingar á því sviði.

 • 07.06.2021

  Fjöldi frjókorna undir meðaltali í vor

  Fjöldi frjókorna undir meðaltali í vor

  Hangandi fræflar krækilyngs og frjókorn þeirra

  07.06.2021

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan 15. mars. Á báðum stöðum var fjöldi frjókorna undir meðallagi í vor.

 • 03.06.2021

  Vöktun náttúruverndarsvæða vegna ágangs ferðamanna

  Vöktun náttúruverndarsvæða vegna ágangs ferðamanna

  Flórgoðar á Vífilsstaðavatni

  03.06.2021

  Skipulögð vöktun á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna er hafin sumarið 2021. Í sumar mun vöktun fara fram á um 80 svæðum og 32 svæði til viðbótar verða kortlögð fyrir mögulega vöktun í framtíðinni.

 • 01.06.2021

  Átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja

  Átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja

  Friðland að Fjallabaki. Horft yfir Dalbotn suður af Hattveri.

  01.06.2021

  Undirritaður hefur verið rammasamningur um fimm ára átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja. Það voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Þorkell Lindberg Þórarinsson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og Árni Magnússon forstjóri Íslenskra orkurannsókna sem undirrituðu samninginn, sem er framhald rammasamnings um sama verkefni sem undirritaður var í desember 2018 og tók til áranna 2019 og 2020.

 • 28.05.2021

  Rjúpnatalningar 2021

  Rjúpnatalningar 2021

  Fullorðinn óðalskarri á köldum maímorgni 2021

  28.05.2021

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2021 er lokið. Rjúpum fækkaði í öllum landshlutum.

 • 26.05.2021

  Umfang gróðurelda við gosstöðvar við Fagradalsfjall endurmetið

  Umfang gróðurelda við gosstöðvar við Fagradalsfjall endurmetið

  Kort af gróðueldum á gosstöðvum við Fagradalsfjall 18. maí 2021

  26.05.2021

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur endurmetið umfang gróðurelda við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Eldar hafa nú sviðið gróður á um 31 ha lands utan nýja hraunsins.

 • 18.05.2021

  Gróðureldar við gosstöðvar við Fagradalsfjall

  Gróðureldar við gosstöðvar við Fagradalsfjall

  Kort af gróðueldum á gosstöðvum við Fagradalsfjall 10. maí 2021

  18.05.2021

  Það sem af er maímánuði hefur borið á gróðureldum við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Þeirra varð fyrst vart í byrjun maí og hefur útbreiðsla þeirra aukist síðan þá. Þann 10. maí var stærð brunasvæðisins áætluð um 25 ha. Það er einkum mosinn hraungambri (Racomitrium lanuginosum) sem hefur orðið eldinum að bráð og í honum vaxa fáeinar tegundir æðplantna strjált.

 • 14.05.2021

  Átak í skráningu æðplantna

  Átak í skráningu æðplantna

  Burnirót (Rhodiola rosea)

  14.05.2021

  Stjórn Flóruvina, sem er hópur áhugafólks um íslenska flóru, og Hið íslenska náttúrufræðifélag hafa boðað til sumarátaks sem hefur það að markmiði að bæta þekkingu á útbreiðslu æðplantna á Íslandi. Átakið felst í að skrá plöntur í reitakerfi Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem upplýsingar skortir.

 • 12.05.2021

  Gróðureldar í Heiðmörk

  Gróðureldar í Heiðmörk

  Gróðurskemmdir í Heiðmörk eftir bruna 4. maí 2021

  12.05.2021

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið gróðurskemmdir í Heiðmörk eftir elda sem loguðu þar 4.­–5. maí. Svæðið sem brann var 56,5 ha að flatarmáli, einkum gamlar lúpínubreiður með ýmsum trjátegundum.

 • 11.05.2021

  Auglýst eftir starfsfólki

  Auglýst eftir starfsfólki

  Hrafnar á flugi

  11.05.2021

  Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings í gagnagrunnum og landupplýsingum. Að auki óskar stofnunin eftir að ráða 10 námsmenn í sumarstörf til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina.