Fréttir

 • 08.07.2020

  Frjómælingar framan af sumri

  Frjómælingar framan af sumri

  Vallarfoxgras (Phleum pratense)

  08.07.2020

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan seinnihluta mars. Á báðum stöðum mældust fá frjókorn í mars og apríl. Á Akureyri var fjöldi frjókorna í maí meiri en í meðalári á meðan hann var undir meðallagi í Garðabæ. Í júní var fjöldi frjókorna á Akureyri nálægt meðallagi en í Garðabæ var hann vel yfir meðallagi. Frjótíma birkis er lokið en frjótími grasa stendur sem hæst.

 • 08.06.2020

  Nýtt rit um rannsóknir í Surtsey

  Nýtt rit um rannsóknir í Surtsey

  Kápa Surtsey Research 14

  08.06.2020

  Surtseyjarfélagið hefur gefið út ritið Surtsey Research 14. Í því eru 14 vísindagreinar eftir 29 höfunda frá sex þjóðlöndum, þar á meðal eru nokkrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 • 03.06.2020

  Miklar gróðurskemmdir eftir eld í Norðurárdal í Borgarfirði

  Miklar gróðurskemmdir eftir eld í Norðurárdal í Borgarfirði

  Gróðureldur í Norðurárdal í Borgarfirði 18.-19. maí 2020

  03.06.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið gróðurskemmdir í Norðurárdal í Borgarfirði eftir elda sem loguðu þar fyrir skömmu. Svæðið sem brann var 13,2 ha að flatarmáli, einkum birkiskógur sem óljóst er hve lengi verður að jafna sig.

 • 27.05.2020

  Rjúpnatalningar 2020

  Rjúpnatalningar 2020

  Rjúpa, fullorðinn karri, Tjörnes 4. maí 2020

  27.05.2020

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fækkaði á Norðurlandi en fjölgaði í öðrum landshlutum.

 • 27.05.2020

  Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Blágresi og undafífill

  27.05.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir eftir 15 námsmönnum í sumarstörf til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina. Störfin eru hluti af vinnumarkaðsátaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar og eru opin öllum námsmönnum 18 ára og eldri.

 • 11.05.2020

  Gullsnotra, nýfundinn slæðingur

  Gullsnotra, nýfundinn slæðingur

  Slæðingarnir skógarsóley, Anemone nemorosa, og gullsnotra, Anemone ranunculoides, í Vaðlareitnum í Eyjafirði

  11.05.2020

  Nýverið fannst í Vaðlaskógi í Eyjafirði blómstrandi gullsnotra, Anemone ranunculoides, sem aldrei áður hefur verið skráð hér á landi. Það var fyrir tilstilli starfsmanns Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri, sem tekur þátt í keppninni „Hjólað í vinnuna“, að plantan fannst.

 • 30.04.2020

  Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands opnar á ný

  Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands opnar á ný

  Jakobsfífill, Erigeron borealis

  30.04.2020

  Vegna tilslakana yfirvalda á samkomubanni vegna Covid-19 veirunnar hefur verið ákveðið að opna móttöku Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri frá og með 4. maí. Opnunartími á báðum stöðum er kl. 10-15.

   

 • 17.04.2020

  Nýtt yfirlit yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi

  Nýtt yfirlit yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi

  fjolrit_57_kapa.jpg

  17.04.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Annotated Checklist of Vascular Plants of Iceland eftir Paweł Wąsowicz og er það númer 57 í ritröðinni Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Ritið inniheldur lista yfir allar æðplöntur sem þekktar eru á Íslandi, samtals 530 tegundir.

 • 16.04.2020

  Frjókorn farin að mælast í lofti

  Frjókorn farin að mælast í lofti

  Vorboði í Urriðaholti 15. mars 2017, karlreklar elris losa út frjókorn.

  16.04.2020

  Frjómælingar eru hafnar í Garðabæ og á Akureyri og munu þær standa út september. Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, byrjaði að blómgast um síðustu mánaðamót og dreifa frjóum sínum. Fólk með birkiofnæmi getur fundið fyrir ofnæmiseinkennum því frjókorn birkis og elris hafa sömu ofnæmisvaka. Helstu tegundir sem valda ofnæmi á Íslandi eru birki, grös og súrur.

 • 03.04.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands á tímum Covid-19

  Náttúrufræðistofnun Íslands á tímum Covid-19

  Músarindill í Öxarfirði

  03.04.2020

  Vegna Covid-19 verður móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og á Akureyri lokuð á meðan samkomubann er í gildi. Svarað er í síma á afgreiðslutíma stofnunarinnar alla virka daga kl. 10–15. Á vef stofnunarinnar er ýmiss fróðleikur um náttúru Íslands sem upplagt er að kynna sér í samkomubanni.