Fréttir

 • 28.10.2019

  Hrafnaþing: Fræðslustarf í Vatnajökulsþjóðgarði

  Hrafnaþing: Fræðslustarf í Vatnajökulsþjóðgarði

  Stefanía Ragnarsdóttir fræðslufulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs

  28.10.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 30. október kl. 15:15–16:00. Stefanía Ragnarsdóttir fræðslufulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið „Vatnajökull kallar, fræðsla í Vatnajökulsþjóðgarði“.

 • 21.10.2019

  Kortlagning á útbreiðslu lúpínu

  Kortlagning á útbreiðslu lúpínu

  Alaskalúpína

  21.10.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu lúpínu á landinu. Samkvæmt kortinu er heildarútbreiðsla lúpínubreiða á landinu 308 km2.

 • 14.10.2019

  Hrafnaþing: Kortlagning spendýra í Evrópu

  Hrafnaþing: Kortlagning spendýra í Evrópu

  Hagamús

  14.10.2019

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 16. október kl. 15:15–16:00. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur flytur erindið „Kortlagning spendýra í Evrópu“.

 • 11.10.2019

  Samantekt frjómælinga sumarið 2019

  Samantekt frjómælinga sumarið 2019

  Haustlitir í Vífilsstaðahrauni, séð í átt að Vífilsstöðum

  11.10.2019

  Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2019. Á Akureyri var fjöldi heildarfrjókorna talsvert yfir meðallagi en því var öfugt farið í Garðabæ þar sem frjókorn voru mun færri en í meðalári.

 • 30.09.2019

  Vel sótt Vísindavaka

  Vel sótt Vísindavaka

  Sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís 2019

  30.09.2019

  Það voru margir sem heimsóttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var í Laugardalshöll 28. september. Stofnunin bauð gestum að skyggnast inn í vísindasafn stofnunarinnar þar sem hrafninn var í brennidepli.

 • 27.09.2019

  Innlit í vísindasafn á Vísindavöku Rannís

  Innlit í vísindasafn á Vísindavöku Rannís

  Hrafn matar unga sína á hreiðri í Urriðaholti 2012

  27.09.2019

  Vísindavaka 2019 verður haldin í Laugardalshöllinni, laugardaginn 28. september. Náttúrufræðistofnun Íslands verður á staðnum og býður gestum að skyggnast inn í vísindasafn stofnunarinnar þar sem hrafninn verður í brennidepli.

 • 19.09.2019

  Bernarsamningurinn 40 ára

  Bernarsamningurinn 40 ára

  Bernarsamningurinn 40 ára

  19.09.2019

  Í dag eru 40 ár frá undirritun Bernarsamningsins en hann var fyrsti alþjóðasáttmálinn sem fjallar í senn um verndun tegunda og búsvæða þeirra. Meginmarkmið samningsins er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem þarfnast verndar.

 • 17.09.2019

  Frjómælingar í ágúst

  Frjómælingar í ágúst

  hk_rumex_acetosella.jpg

  17.09.2019

  Í ágúst mældust mun fleiri frjókorn í lofti á Akureyri en í meðalári. Í Garðabæ var þessu öfugt farið því þar mældust frjókorn yfir helmingi færri en að jafnaði. Grasfrjó geta áfram mælst í september en ólíklega í miklu magni.

 • 12.09.2019

  Veiðiþol rjúpnastofnsins

  Veiðiþol rjúpnastofnsins

  Rjúpa, ungur karri á Vatnsleysuströnd í apríl 2019

  12.09.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2019 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er 72 þúsund fuglar. Forsendur matsins byggja á þeirri stefnu stjórnvalda  að rjúpna- veiðar skuli vera sjálfbærar.

 • 10.09.2019

  Litast um á Lauffellsmýrum

  Litast um á Lauffellsmýrum

  Séð til norðausturs yfir neðsta hluta Lauffellsmýra

  10.09.2019

  Nýverið fóru þrír starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands í leiðangur inn á Síðumannaafrétt í þeim tilgangi að skoða Lauffellsmýrar, eitt stærsta votlendi á miðhálendi Íslands. Þar er að finna fremur sjaldgæfa vistgerð sem nefnist rimamýravist. Gerðar voru athuganir á gróðri í mýrunum og þær ljósmyndaðar.