Fréttir

 • 16.09.2021

  Dagur íslenskrar náttúru

  Dagur íslenskrar náttúru

  Heiðlóa

  16.09.2021

  Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni hans er fólk hvatt til að fagna íslenskri náttúru og efla tengslin við hana af ábyrgð og virðingu.

 • 07.09.2021

  Frjómælingar í ágúst

  Frjómælingar í ágúst

  Vallarfoxgras

  07.09.2021

  Frjómælingar í ágúst sýndu að magn frjókorna í lofti á Akureyri var mikið, einkum fyrri hluta mánaðar. Í Garðabæ voru frjókorn hins vegar færri en í meðalári.

 • 27.08.2021

  Málþing um jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja

  Málþing um jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja

  Sandfell í Fáskrúðsfirði

  27.08.2021

  Málþing um átaksverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Íslenskra orkurannsókna og Náttúrufræðistofnunar Íslands í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja verður haldið 1. september næstkomandi kl. 13-15 á Grand Hótel.

 • 05.08.2021

  Frjómælingar í júlí

  Frjómælingar í júlí

  gros-undafiflar-as.jpg

  05.08.2021

  Frjómælingar í júlí sýndu að heildarfjöldi frjókorna á Akureyri var talsvert yfir meðaltali. Frjókorn voru samfellt í lofti allan mánuðinn og langflest voru grasfrjó. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna rétt undir meðaltali.

 • 25.07.2021

  Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2021

  Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2021

  Tanginn á Surtsey 2021.

  25.07.2021

  Rannsóknaleiðangur jarðfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar var farinn 15.–18. júlí. Í leiðangrinum var unnið að landmælingum og loftmyndatöku með flygildum, mælingar gerðar á hitaútstreymi, sýni sótt og ný undirbúin vegna langtímarannsókna á borholum og ný rannsókn gerð á fótsporum manna sem hafa varðveist í móberginu í Surtsey.

 • 20.07.2021

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2021

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2021

  surtsey-mafavarp-bm.jpg

  20.07.2021

  Nýjar tegundir fundust í Surtseyjarleiðangri líffræðinga um miðjan júlí. Talsvert hefur hægt á landnámi lífvera í eynni hin seinni ár og telst það ávallt til tíðinda er nýir landnemar finnast.

 • 16.07.2021

  Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa

  Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa

  Hrafn

  16.07.2021

  Vegna sumarleyfa starfsfólks verður móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri lokuð frá og með mánudeginum 19. júlí til og með 30. júlí.

 • 08.07.2021

  Frjómælingar í júní

  Frjómælingar í júní

  Túnfífill

  08.07.2021

  Frjómælingar í júní sýndu að magn frjókorna í lofti á Akureyri var mikið, þrátt fyrir kaldan mánuð. Í Garðabæ hafa hins vegar sjaldan mælst jafn fá frjókorn í júnímánuði.

 • 17.06.2021

  Ólafur Karl Nielsen sæmdur riddarakrossi

  Ólafur Karl Nielsen sæmdur riddarakrossi

  db_20110619-_t6h6746.jpg

  17.06.2021

  Í dag, 17. júní, sæmdi forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, 14 Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þar á meðal var Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands sem var sæmdur orðunni fyrir rannsóknir á íslenskum fuglum, ekki síst fálka og rjúpu, og miðlun þekkingar á því sviði.

 • 07.06.2021

  Fjöldi frjókorna undir meðaltali í vor

  Fjöldi frjókorna undir meðaltali í vor

  Hangandi fræflar krækilyngs og frjókorn þeirra

  07.06.2021

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan 15. mars. Á báðum stöðum var fjöldi frjókorna undir meðallagi í vor.