Fréttir

 • 29.07.2020

  Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa

  Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa

  Hrafn

  29.07.2020

  Vegna sumarleyfa starfsfólks verður móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri lokuð frá og með mánudeginum 27. júlí til og með 10. ágúst.

 • 18.07.2020

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2020

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2020

  Surtsey í júlí 2020

  18.07.2020

  Rannsóknir líffræðinga í Surtsey undanfarna daga sýna að gróska í eynni er með eindæmum góð þetta sumarið. Aldrei áður hafa fundist jafnmargar æðplöntutegundir og þar af voru tvær nýjar. Einnig eru tvær nýjar smádýrategundir komnar fram.

 • 17.07.2020

  Refir á Hornströndum koma vel undan vetri

  Refir á Hornströndum koma vel undan vetri

  Hornbjarg séð frá Rekavík bak Höfn, til vinstri er Tröllakambur

  17.07.2020

  Í nýafstaðinni vettvangsferð Náttúrufræðistofnunar Íslands kom í ljós að ábúð og tímgun refa á Hornströndum er með besta móti, eða 40%. Flest óðul hafa stækkað og fæðuskilyrði eru góð, svo árið lítur vel út fyrir afkomu refanna.

 • 08.07.2020

  Frjómælingar framan af sumri

  Frjómælingar framan af sumri

  Vallarfoxgras (Phleum pratense)

  08.07.2020

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan seinnihluta mars. Á báðum stöðum mældust fá frjókorn í mars og apríl. Á Akureyri var fjöldi frjókorna í maí meiri en í meðalári á meðan hann var undir meðallagi í Garðabæ. Í júní var fjöldi frjókorna á Akureyri nálægt meðallagi en í Garðabæ var hann vel yfir meðallagi. Frjótíma birkis er lokið en frjótími grasa stendur sem hæst.

 • 08.06.2020

  Nýtt rit um rannsóknir í Surtsey

  Nýtt rit um rannsóknir í Surtsey

  Kápa Surtsey Research 14

  08.06.2020

  Surtseyjarfélagið hefur gefið út ritið Surtsey Research 14. Í því eru 14 vísindagreinar eftir 29 höfunda frá sex þjóðlöndum, þar á meðal eru nokkrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 • 03.06.2020

  Miklar gróðurskemmdir eftir eld í Norðurárdal í Borgarfirði

  Miklar gróðurskemmdir eftir eld í Norðurárdal í Borgarfirði

  Gróðureldur í Norðurárdal í Borgarfirði 18.-19. maí 2020

  03.06.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið gróðurskemmdir í Norðurárdal í Borgarfirði eftir elda sem loguðu þar fyrir skömmu. Svæðið sem brann var 13,2 ha að flatarmáli, einkum birkiskógur sem óljóst er hve lengi verður að jafna sig.

 • 27.05.2020

  Rjúpnatalningar 2020

  Rjúpnatalningar 2020

  Rjúpa, fullorðinn karri, Tjörnes 4. maí 2020

  27.05.2020

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fækkaði á Norðurlandi en fjölgaði í öðrum landshlutum.

 • 27.05.2020

  Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Blágresi og undafífill

  27.05.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir eftir 15 námsmönnum í sumarstörf til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina. Störfin eru hluti af vinnumarkaðsátaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar og eru opin öllum námsmönnum 18 ára og eldri.

 • 11.05.2020

  Gullsnotra, nýfundinn slæðingur

  Gullsnotra, nýfundinn slæðingur

  Slæðingarnir skógarsóley, Anemone nemorosa, og gullsnotra, Anemone ranunculoides, í Vaðlareitnum í Eyjafirði

  11.05.2020

  Nýverið fannst í Vaðlaskógi í Eyjafirði blómstrandi gullsnotra, Anemone ranunculoides, sem aldrei áður hefur verið skráð hér á landi. Það var fyrir tilstilli starfsmanns Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri, sem tekur þátt í keppninni „Hjólað í vinnuna“, að plantan fannst.

 • 30.04.2020

  Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands opnar á ný

  Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands opnar á ný

  Jakobsfífill, Erigeron borealis

  30.04.2020

  Vegna tilslakana yfirvalda á samkomubanni vegna Covid-19 veirunnar hefur verið ákveðið að opna móttöku Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri frá og með 4. maí. Opnunartími á báðum stöðum er kl. 10-15.