Surtsey
Surtsey
Tímamörk
Langtímaverkefni, frá Surtseyjargosi 1963–1967.
Samstarfsaðilar
Náttúrufræðistofnun Íslands skipuleggur rannsóknaleiðangra í líffræði og jarðfræði í samvinnu við Surtseyjarfélagið og Umhverfisstofnun. Fjöldi annarra samstarfsaðila tekur þátt, til dæmis Landbúnaðarháskóli Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofa Íslands, Íslenskar orkurannsóknir, auk erlendra vísindamanna.
Vefur
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Markmið Náttúrufræðistofnunar Íslands er að tryggja að stundaðar séu rannsóknir og reglubundin vöktun náttúrufars í friðlandinu í samræmi við auglýsingu um friðlandið í Surtsey, í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Surtseyjarfélagið.
Jarðfræðingar stunda langtímavöktun á jarðfræðilegum breytingum í Surtsey og hafa þær staðið yfir síðan sumarið 1964. Rannsóknir á myndun móbergs hafa staðið yfir síðan það fannst fyrst á yfirborði Surtseyjar árið 1969 og gefur sýnaröðin einstakt tækifæri til rannsókna á myndun móbergs úr gjósku. Einnig er fylgst með þróun jarðhitasvæðisins og sjávarrofi og breytingu á landi.
Líffræðingar fylgjast með þegar lífverur nema land og festa rætur, jarðvegsmyndun, framvindu gróðurs, samfélagi lífvera, smádýralífi og fuglum.
Nánari upplýsingar
Leiðangrar í Surtsey
2020 Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2020
2019 Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2019
2019 Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2019
2018 Leiðangur líffræðinga í Surtsey
2017 Leiðangur jarðfræðinga og líffræðinga í Surtsey
2016 Háplöntum fækkar og ný smádýr finnast í Surtsey
2015 Æðarfugl verpir í Surtsey
2014 Nýjar tegundir finnast í Surtsey
2013 Surtseyjarleiðangrar Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013
2011 Nýir landnemar og landbreytingar í Surtsey 2011
2010 Leiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar og Vestmannaeyja 2010
2009, júlí Leiðangur líffræðinga til Surtseyjar 2009
2009, maí Lóan er komin í Surtsey
2007 Mikil fjölgun tegunda í Surtsey 2007
Samantekt niðurstaðna
Surtsey Research Progress Reports
Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List (pdf)
Lovísa Ásbjörnsdóttir, Borgþór Magnússon, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir og Erling Ólafsson 2014. Rannsóknir á Surtsey í hálfa öld. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2013, bls. 25–32. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Hrafnaþing 30. október 2013 Sveinn Jakobsson: Jarðfræðirannsóknir í Surtsey: myndun móbergs og sjávarrof
Hrafnaþing 13. nóvember 2013 Erling Ólafsson: Surtsey: smádýr á landi og fuglalíf
Hrafnaþing 4. desember 2013 Borgþór Magnússon: Framvinda gróðurs og þróun vistkerfis í Surtsey
Hrafnaþing 11. desember 2013 Sigurður Á. Þráinsson og Guðríður Þorvarðardóttir: Friðun Surtseyjar
Tengiliðir
Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur, og Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur