
Líffræðileg fjölbreytni

Ný Náttúrufræðistofnun
Vísindagrein um erfðabreytileika kúmens
Nýlega birtist grein um erfðabreytileika kúmens (Carum carvi L.) á Norðurlöndum. Kúmen á sér langa sögu á Íslandi og fáar jurtir hafa verið jafn mikið notaðar, bæði í matargerð og til lækninga. Hvað væri íslenska brennivínið án kúmens?
Stofngerð íslenska refsins
Hópur vísindafólks á vegum Náttúrufræðistofnunar dvaldi á starfsstöð stofnunarinnar og Rannsóknaseturs HÍ á Breiðdalsvík á vikulöngum vinnufundi nýverið. Hópurinn vann að greinaskrifum og gagnaúrvinnslu vegna verkefnisins Stofngerð íslenska refsins.
Flýtileiðir
Vöktun náttúruverndarsvæða og lykilþátta íslenskrar náttúru
Unnið er að því að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna. Áhersla er lögð á að vakta náttúrufarsþætti sem eru undirstaða náttúruverndargildis svæðanna, svo sem gróður, jarðminjar, fugla eða spendýr eftir því sem við á.
