Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi, fjöruvistgerða og fugla.

Mörk
Skarðsfjörður og næsta umhverfi hans allt austur í Hornsvík. Að sunnanverðu liggja mörkin um Austurfjörur frá Hornafjarðarósi austur að Hafnartanga undir Kambhorni. Að norðanverðu eru mörkin um Leitishamar og fylgja að mestu þjóðveginum að Dynjandanesi, þaðan suður að Langanesi og norður að Hólahrauni, þá vestur fyrir Dilksnesholt og suður til sjávar. Þéttbýli og athafnasvæði á Höfn eru undanskilin.
Lýsing
Fjölbreytt land á mótum lands og sjávar. Grunnur fjörðum með allmörgum eyjum og víðáttumiklum fjörum. Fitjar og mýrar við flóann ofan og austan við Hornarfjarðarbæ og leirulón er norðaustanvert á svæðinu; þar er fjaran víðast allgrýtt, sand og leirborin; brimasemi er lítil.
Forsendur fyrir vali
Forgangslandvistgerðir eru sjávarfitjungsvist og gulstararflóavist. Vestast á svæðinu eru allstórar sandmaðks-, kræklinga- og skeraleirur. Skarðsfjörður er mjög mikilvægur á fartíma og fara þar væntanlega um tugþúsundir fugla. Jaðrakan nær þá alþjóðlegum verndarviðmiðum og hugsanlega fleiri tegundir (tjaldur, sandlóa, lóuþræll og stelkur). Æðarfuglar í fjaðrafelli ná einnig alþjóðlegum viðmiðum sem og sendlingur að vetri.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | 1,03
|
1 | |
Land | 0,29
|
2 | |
Fjara | 5,22
|
52 | |
Fjara | 24,46
|
16 | |
Fjara | 2,87
|
2 |
Fuglar - Fjörur og grunnsævi
Nafn | Árstími | Fjöldi | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Æður (Somateria mollissima) | Fellir | 30000
|
1980 | 4,0
|
Sendlingur (Calidris maritima) | Vetur | 1000
|
2011 | 2,0
|
Jaðrakan (Limosa limosa) | Far | 1010
|
1999-2002 | 3,0
|
Ógnir
Framkvæmdir, bátaumferð, frístundabyggð, framræsla og búfjárbeit.
Aðgerðir til verndar
Takmarka sem mest röskun fjöru og leiru. Endurheimt votlendis þar sem landnýting leyfir, stilla búfjárbeit í hóf.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Skarðsfjörður | Aðrar náttúruminjar |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26