Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Grímsey út af Eyjafirði, ásamt 1 km verndarjaðri.
Lýsing
Eyjan er hömrum girt nema að sunnanverðu, vel gróin og er mólendi og graslendi ríkjandi. Nyrsta byggða eyja við Ísland og er þéttbýliskjarni með tilheyrandi starfsemi, m.a. höfn og flugvelli, einnig landbúnaður, fisk- og fuglaveiðar og ferðaþjónusta. Þá eru hlunnindi af æðarvarpi og sigið er í björg eftir eggjum.
Forsendur fyrir vali
Mikið fuglalíf og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru rita, langvía, álka og lundi.
Fuglar - Sjófuglabyggðir
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Rita (Rissa tridactyla) | Varp | 32840
|
2007 | 6,0
|
Langvía (Uria aalge) | Varp | 67293
|
2007 | 10,0
|
Álka (Alca torda) | Varp | 114796
|
2007 | 37,0
|
Lundi (Fratercula arctica) | Varp | 40275
|
2015 | 2,0
|
Ógnir
Ferðamennska og bátaumferð. Lundaveiðar annarra en rétthafa hlunnindanytja virðast fara vaxandi.
Aðgerðir til verndar
Stýra þarf umferð báta og ferðamanna þannig að dýralíf verði ekki fyrir truflun. Setja þarf markvissari reglur um hlunnindanýtingu þ.m.t. lundaveiðar.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Grímsey í kortasjáStærð
22,0 km2
Hlutfall land 19%
Hlutfall sjór 79%
Hlutfall strönd 2%