Svæðið er tilnefnt vegna fugla og sela.

Mörk
Allur fjörðurinn innan óss, þ.e. er frá Hvítanesi í suðri að Súlueyri í norðri og að stórstraumsflóðmörkum.
Lýsing
Fjörðurinn er afar grunnur og vogskorinn vogur með miklum leirum og nokkuð af sjávarfitjum. Landbúnaðarsvæði eru allt um kring og æðardúntekja, einkum í Akurey .
Forsendur fyrir vali
Mikið fuglalíf árið um kring og hefur svæðið alþjóðlegt gildi fyrir margæs, tjald, rauðbrysting og sendling
Í Leirárvogum eru landselslátur með allt að 8,3% allra landsela Faxaflóa. Þar hafa verið látur með yfir 100 landselum en sel hefur fækkað þar á undanförnum árum.
Fuglar - Fjörur og grunnsævi
Nafn | Árstími | Fjöldi | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Margæs (Branta bernicla) | Far | 2927
|
1990–2010 | 10,0
|
Tjaldur (Haematopus ostralegus) | Vetur | 1229
|
2017 | 3,0
|
Rauðbrystingur (Calidris canutus) | Far | 3540
|
2008 | 1,0
|
Sendlingur (Calidris maritima) | Vetur | 895
|
2018 | 2,0
|
Selir
Nafn | Lægsti fjöldi (ár) | Hæsti fjöldi (ár) | Hæsta hlutfall af Faxaflóastofni (ár) | Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) | Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár) |
---|---|---|---|---|---|
Landselur (Phoca vitulina) | 19,0 (2003)
|
196,0 (1980)
|
8,3 (2016)
|
1,4 (1980)
|
0,0 (2018)
|
Ógnir
Hugmyndir um þverun fjarðarmynnis vegna vegarlagningar hafa reglulega skotið upp kollinum. Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, þar með taldar veiðar við laxveiðiár, hjáveiðar, og truflun.
Aðgerðir til verndar
Grunnafjörður var friðlýstur 1994 og samþykktur sem Ramsar-svæði 1996. Koma þarf í veg fyrir framkvæmdir sem rýra verndargildi fjarðarins. Styrkja þarf umsýslu með svæðinu með stjórnunar- og verndaráætlun. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Grunnafjördur | Ramsarsamningur |
Grunnafjörður | Friðland |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-12-03