Samantekt frjómælinga

Samantekt frjómælinga

  Garðabær Meðaltal 2011-2022
Mælingatími 192 dagar (23.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 24  
Heildarfjöldi frjókorna 1.431 frjó/m3 2.896 frjó/m3
Asparfrjó 7 frjó/m3 37 frjó/m3
Birkifrjó 42 frjó/m3 616 frjó/m3
Grasfrjó 780 frjó/m3 1.311 frjó/m3
Súrufrjó 97 frjó/m3 106 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður júlí: 582 frjó/m3 júlí: 901 frjó/m3
Frjórýrasti mánuður (að mars undanskildum) september: 23 frjó/m3 september: 52 frjó/m3
Flest frjókorn 20. júní 81 frjó/m3  
Frjólausir dagar (apr-sep) 46  

 

  Akureyri Meðaltal 1998-2022
Mælingatími 184 dagar (31.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 23  
Heildarfjöldi frjókorna 3.487 frjó/m3 3.389 frjó/m3
Asparfrjó 11 frjó/m3 145 frjó/m3
Birkifrjó 75 frjó/m3 713 frjó/m3
Grasfrjó 2.909 frjó/m3 1.834 frjó/m3
Súrufrjó 58 frjó/m3 65 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður ágúst 2.237 frjó/m3 ágúst: 974 frjó/m3
Frjórýrasti mánuður  (að mars undanskildum) apríl: 16 frjó/m3 apríl: 61 frjó/m3
Flest frjókorn 15. ágúst : 469 frjó/m3  
Frjólausir dagar (apr-sep) 40  

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2023 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2023 (pdf)

Fréttatilkynningar:

Frjómælingar í apríl og maí 2023

Frjómælingar í júní 2023

Frjómælingar í júlí 2023

Frjómælingar í ágúst 2023

  Garðabær Meðaltal 2011-2021
Mælingatími 193 dagar (22.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 27  
Heildarfjöldi frjókorna 1.870 frjó/m3 2.989 frjó/m3
Asparfrjó 53 frjó/m3 36 frjó/m3
Birkifrjó 284 frjó/m3 646 frjó/m3
Grasfrjó 899 frjó/m3 1.348 frjó/m3
Súrufrjó 88 frjó/m3 108 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður júní: 711 frjó/m3 júní: 1.203 frjó/m3
Frjórýrasti mánuður (að mars undanskildum) september: 31 frjó/m3 apríl: 51 frjó/m3
Flest frjókorn 22. maí 75 frjó/m3  
Frjólausir dagar (apr-sep) 33  

 

  Akureyri Meðaltal 1998-2021
Mælingatími 199 dagar (16.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 26  
Heildarfjöldi frjókorna 3.838 frjó/m3 3.371 frjó/m3
Asparfrjó 182 frjó/m3 144 frjó/m3
Birkifrjó 1.563 frjó/m3 678 frjó/m3
Grasfrjó 1.216 frjó/m3 1.860 frjó/m3
Súrufrjó 37 frjó/m3 66 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður maí: 1.367 frjó/m3 ágúst: 976 frjó/m3
Frjórýrasti mánuður  (að mars undanskildum) apríl: 36 frjó/m3 apríl: 62 frjó/m3
Flest frjókorn 30. maí : 376 frjó/m3  
Frjólausir dagar (apr-sep) 25  

 

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2022 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2022 (pdf)

Fréttatilkynningar:

Frjómælingar í apríl og maí 2022

Frjómælingar í júní 2022

Frjómælingar í júlí 2022

Frjómælingar í ágúst 2022

  Garðabær Meðaltal 2011-2020
Mælingatími 200 dagar (15.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 27  
Heildarfjöldi frjókorna 1.851 frjó/m3 3.103 frjó/m3
Asparfrjó 25 frjó/m3 37 frjó/m3
Birkifrjó 101 frjó/m3 701 frjó/m3
Grasfrjó 1.072 frjó/m3 1.376 frjó/m3
Súrufrjó 57 frjó/m3 113 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður júlí: 847 frjó/m3 júní: 1.282 frjó/m3
Frjórýrasti mánuður (að mars undanskildum) apríl: 53 frjó/m3 apríl: 53 frjó/m3
Flest frjókorn 28. júlí 204 frjó/m3  
Frjólausir dagar (apr-sep) 34  

 

  Akureyri Meðaltal 1998-2020
Mælingatími 200 dagar (15.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 22  
Heildarfjöldi frjókorna 4.816 frjó/m3 3.308 frjó/m3
Asparfrjó 16 frjó/m3 149 frjó/m3
Birkifrjó 892 frjó/m3 668 frjó/m3
Grasfrjó 3.062 frjó/m3 1.808 frjó/m3
Súrufrjó 51 frjó/m3 66 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður júlí: 1.948 frjó/m3 ágúst: 967 frjó/m3
Frjórýrasti mánuður  (að mars undanskildum) apríl: 42 frjó/m3 apríl: 63 frjó/m3
Flest frjókorn 31. júlí: 376 frjó/m3  
Frjólausir dagar (apr-sep) 33  

 

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2021 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2021 (pdf)

Fréttatilkynningar:

Frjómælingar í apríl og maí 2021

Frjómælingar í júní 2021

Frjómælingar í júlí 2021

Frjómælingar í ágúst 2021

  Garðabær Meðaltal 2011-2019
Mælingatími 190 dagar (25.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 26 (svipað og venjulega)  
Heildarfjöldi frjókorna 4.236 frjó/m3 2.977 frjó/m3
Asparfrjó 58 frjó/m3 35 frjó/m3
Birkifrjó 617 frjó/m3 710 frjó/m3
Grasfrjó 1.680 frjó/m3 1.342 frjó/m3
Súrufrjó 101 frjó/m3 114 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður júní: 2.479 frjó/m3 júní: 1.149 frjó/m3
Frjórýrasti mánuður (að mars undanskildum) apríl: 13 frjó/m3 apríl: 58 frjó/m3
Flest frjókorn 21. júní: 774 frjó/m3 (nýtt met)  
Frjólausir dagar (apr-sep) 33  

 

  Akureyri Meðaltal 1998-2019
Mælingatími 190 dagar (24.3.-29.9.)  
Frjó- og gróhópar 26 (svipað og venjulega)  
Heildarfjöldi frjókorna 3.147 frjó/m3 3.315 frjó/m3
Asparfrjó 306 frjó/m3 142 frjó/m3
Birkifrjó 431 frjó/m3 679 frjó/m3
Grasfrjó 1.708 frjó/m3 1.812 frjó/m3
Súrufrjó 85 frjó/m3 66 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður ágúst: 1.258 frjó/m3 ágúst: 953 frjó/m3
Frjórýrasti mánuður  (að mars undanskildum) apríl: 21. frjó/m3 apríl: 65 frjó/m3
Flest frjókorn 11. ágúst: 166 frjó/m3  (lægsta í 11 ár)  
Frjólausir dagar (apr-sep) 19  

 

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2020 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2020 (pdf)

Fréttatilkynningar:

Frjómælingar í apríl og maí 2020

Frjómælingar í júní 2020

Frjómælingar í júlí 2020

Frjómælingar í ágúst 2020

  Garðabær Meðaltal 2011-2018
Mælingatími 200 dagar (15.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 22 (svipað og venjulega)  
Heildarfjöldi frjókorna 2.393 frjó/m3 3.049 frjó/m3
Asparfrjó 31 frjó/m3 35 frjó/m3
Birkifrjó 453 frjó/m3 (þar af 230 erlend) 742 frjó/m3
Grasfrjó 1.145 frjó/m3 1.366 frjó/m3
Súrufrjó 95 frjó/m3 117 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður júlí: 1.034 frjó/m3  
Frjórýrasti mánuður mars: 7 frjó/m3  
Flest frjókorn 25. apríl: 228 frjó/m3  
Frjólausir dagar (apr-sep) 38  

 

  Akureyri Meðaltal 1998-2018
Mælingatími 190 dagar (25.3.-30.9.)  
Frjó- og gróhópar 25 (svipað og venjulega)  
Heildarfjöldi frjókorna 4.945 frjó/m3 3.235 frjó/m3
Asparfrjó 331 frjó/m3 133 frjó/m3
Birkifrjó 780 frjó/m3 (þar af 219 erlend) 674 frjó/m3
Grasfrjó 2.919 frjó/m3 1.760 frjó/m3
Súrufrjó 90 frjó/m3 64 frjó/m3
Frjóríkasti mánuður ágúst: 1.478 frjó/m3  
Frjórýrasti mánuður mars: 8 frjó/m3  
Flest frjókorn 1. ágúst: 633 frjó/m3  
Frjólausir dagar (apr-sep) 19  

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2019 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2019 (pdf)

Fréttatilkynningar:

Frjómælingar í apríl og maí 2019

Frjómælingar í júní 2019

Frjómælingar í júlí 2019

Frjómælingar í ágúst 2019

Sumarið 2018 á Akureyri var yfir meðallagi bæði hvað heildarfrjómagn varðar og einnig frjómagn helstu frjógerða fyrir utan birki, sem var töluvert undir meðaltalinu. Mest mældist af grasfrjóum. Athygli vekur að síðustu tvö ár hefur orðið mikil aukning á frjóum af sveipjurtaætt. Frjóríkasti mánuður sumarsins var ágúst með 1.654 frjó/m3 lofts en apríl reyndist sá rýrasti (40 frjó/m3 ). Í öllum mánuðum nema september mældust frjókorn yfir meðaltali. Hæsta samanlögð frjótala mældist 12. ágúst (358 frjó/m3 ) en þann dag voru grasfrjó í hámarki. Frjókorn voru í lofti alla daga frá 18. apríl til 30. september, nema fjóra.

Samkvæmt yfirlitum Veðurstofu Íslands var meðalhiti á Akureyri í vor (apríl og maí) 0,7 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára og í sumar (júní til september) 0,5 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Úrkoman í vor og sumar var töluvert yfir meðallagi og einnig færri sólskinsstundir. Þrátt fyrir þetta nær heildarfrjómagn sumarsins að vera í hærri kantinum eða 4.326 frjó/m3 . Gróðurinn nýtti vel þessa daga og dagsparta sem viðraði til frjókornadreifingar.

Þetta sumar voru að jafnaði tæplega 10 frjókorn í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Garðabæ og er það mun minna en í meðalári og reyndar það minnsta sem hefur mælst. Þeir sem eru með frjókornaofnæmi hafa átt gott sumar hvað það varðar. Hæsta samanlögð frjótala mældist 28. júní (92 frjó/m3) en á þeim tíma voru furufrjó í hámarki. Frjókorn mældust í lofti nánast hvern dag frá 28. maí til 22. september.

Samkvæmt yfirlitum Veðurstofu Íslands var meðalhiti undir meðallagi síðustu tíu ára og hefur ekki verið eins kalt sumar síðan árið 1992. Úrkoma var yfir meðallagi og sólskinsstundir færri en í meðalári. Þetta skýrir lágar frjótölur sumarið 2018.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2018 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2018 (pdf)

Fréttatilkynningar:

Frjómælingar í apríl og maí 2018

Frjómælingar í júní 2018

Frjómælingar í júlí 2018

Frjómælingar í ágúst 2018

Sumarið 2017 á Akureyri var mikið frjókornasumar bæði hvað varðar heildarfrjómagn (7549 frjó/m3) og einnig frjómagn helstu frjógerða. Mest mældist af grasfrjóum 3373 frjó/m3 en einnig mjög mikið af birkifrjóum 2555 frjó/m3.  Frjóríkasti mánuður sumarsins var maí með 2959 frjó/m3 lofts en apríl reyndist sá rýrasti (34 frjó/m3). Í öllum mánuðum nema apríl mældust frjókorn yfir meðaltali. Þetta sumar voru að jafnaði tæplega 42 frjókorn í hverjum rúmmetra andrúmslofts á Akureyri, miklu meira en í meðalári. Hæsta samanlögð frjótala mældist 21. maí (675 frjó/m3) en þann dag voru birkifrjó í hámarki. Frjókorn voru í lofti alla daga frá 30. apríl til 4. september.

Samkvæmt yfirlitum Veðurstofu Íslands var meðalhiti á Akureyri yfir meðallagi síðustu 10 ára í öllum mánuðum mælitímabilsins nema í júní og ágúst. Úrkoma var hins vegar meiri en í meðalári í öllum mánuðum nema júní og júlí. Háar hitatölur í maí, júlí og september skýra að einhverju leyti háar frjótölur í þessum mánuðum, því þrátt fyrir mikla úrkomu þá var mikil frjódreifing þá daga sem þurrt var.

Sumarið 2017 í Garðabæ er aðeins undir meðallagi hvað varðar heildarfrjómagn ( 3112 frjó/m3) og mældist svipað magn af gras- og birkifrjóum, hvor hópur með rúmlega 100 frjó/m3. Frjóríkasti mánuður sumarsins var júní (1364 frjó/m3) en mars var sá rýrasti (9 frjó/m3) enda aðeins mælt frá 16. mars. Í maí, júní og september mældust frjókorn yfir meðallagi, en í apríl, júlí og ágúst voru þau hins vegar undir meðallagi. Þetta sumar voru að jafnaði rúmlega 15 frjókorn í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Garðabæ og er það aðeins minna en í meðalári. Hæsta samanlögð frjótala mældist 1. júní (289 frjó/m3) en á þeim tíma voru birkifrjó í hámarki. Frjókorn mældust í lofti hvern dag frá 2. maí til 27. ágúst.

Samkvæmt yfirlitum Veðurstofu Íslands var meðalhiti undir meðallagi síðustu 10 ára í öllum mánuðum mælitímabilsins nema mars, maí og september. Úrkoma var undir meðallagi í öllum mánuðum nema apríl og maí. Þessar háu frjótölur yfir meðaltali maímánaðar skýrast því að einhverju leyti af háum hitatölum því þrátt fyrir úrkomumikið sumar var mikil frjódreifing þá maídaga sem þurrt var.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2017 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2017 (pdf)

Fréttatilkynningar:

Frjómælingar í apríl og maí 2017

Frjómælingar í júní 2017

Frjómælingar í júlí 2017

Frjómælingar í ágúst 2017

  Garðabær Akureyri
Mælingatími 173 dagar, frá 7. apríl til 26. september 175 dagar, frá 4. apríl til 25. september
Heildarfjöldi frjókorna 2676 frjó/m3 (undir meðallagi) 3144 frjó/m3 (nálægt meðallagi)
Frjó- og gróhópar 23 (svipað og venjulega) 23 (svipað og venjulega)
Asparfrjó 33 frjó/m3 (nálægt meðaltali) 104 frjó/m3 (nálægt meðaltali)
Birkifrjó 194 frjó/m3 (langt undir meðaltali) 121 frjó/m3 (langt undir meðaltali)
Grasfrjó 1635 frjó/m3 (aðeins yfir meðaltali) 2286 frjó/m3 (yfir meðaltali)
Súrufrjó 148 frjó/m3 (nálægt meðaltali) 64 frjó/m3 (nálægt meðaltali)
Frjóríkasti mánuður júlí ágúst
Frjórýrasti mánuður september apríl
Frjólausir dagar 13 11
Flest frjókorn 26. júlí mældust 193 frjó/m3 6. ágúst mældust 238 frjó/m3
Veðurfar    
apríl til maí hiti yfir meðallagi - lítil úrkoma - vindhraði undir meðallagi hiti yfir meðallagi - úrkoma í meðallagi - vindhraði undir meðallagi
júní til september hiti yfir meðallagi  - lítil úrkoma - vindur lítill - sólskinsstundir yfir meðallagi hiti yfir meðallagi  - mikil úrkoma - vindur lítill - sólskinsstundir undir meðallagi

 

Frjómælingar í apríl og maí 2016

Frjómælingar í júní 2016

Frjómælingar í júlí 2016

Frjómælingar í ágúst 2016

Samantekt frjómælinga sumarið 2016

Heildarfjöldi frjókorna í Garðabæ reyndist aðeins undir meðallagi. Á Akureyri varð heildarfjöldi frjókorna talsvert undir meðallagi þrátt fyrir fremur kalt sumar.

Frjómælingum lauk 30. september á Akureyri og í Urriðaholti. Kalt vor bæði á Akureyri og í Garðabæ gerði það að verkum að birki fór ekki að dreifa frjókornum sínum fyrr en í júní. Áframhaldandi kuldatíð fyrir norðan gerði það að verkum að gras blómstraði óvenju seint í ár. Aðal frjótími grasa varð því í september að þessu sinni og er það í fyrsta sinn síðan mælingar hófust árið 1998 sem það gerist. Frjótala grasa fór fjórum sinnum yfir 100 í september og varð heildarfjöldi grasfrjóa í september 964 frjó/m3 sem er langt yfir meðallagi.

Gert er ráð fyrir að frjómælingar hefjist að nýju um miðjan apríl 2016.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2015 (pdf)

Frjómælingar í Urriðaholti sumarið 2015 (pdf)

Í Urriðaholti í Garðabæ var magn frjókorna í lofti mælt í 177 daga.  Gildran var sett upp 7. apríl og tekin niður 30. september.  Algengustu tegundir frjókorna sem valda ofnæmi á Íslandi eru gras, birki og súra.  Gras var yfir meðaltali en fyrr á ferðinni en venjulega.  Birki og súra voru undir meðaltali.

  • Heildarfjöldi frjókorna var aðeins undir meðaltali síðustu þriggja ára.
  • Grasfrjókorn voru langt yfir meðaltali og algengust.  Þau féllu flest í júní sem er óvanalegt.  Yfirleitt eru þau flest í lofti í júlí og ágúst.
  • Birkifrjókorn  voru óvenju fá og langt undir meðaltali, en flest féllu þau í maí.  Þann 23. apríl kom óvænt frjógusa 38 frjó/m3.  Þar sem íslenska birkið var ekki komið í gang má ætla að þetta hafi verið erlend birkifrjó komin langt að.
  • Súrufrjókorn  voru aðeins undir meðaltali, flest í júní og júlí.
  • Júní var aðalfrjómánuðurinn í Garðabæ .

Á Akureyri var gildran sett upp 15. apríl og tekin niður 30. september.  Mælingar stóðu því yfir í 168 daga.  Algengustu tegundir frjókorna sem valda ofnæmi á Íslandi eru gras, birki og súra. Þau voru öll yfir meðaltali.

  • Heildarfjöldi frjókorna hefur aldrei mælst hærri síðan mælingar hófust 1998. 
  • Grasfrjókorn voru algengust allra frjókorna og féllu þau flest í júlí.
  • Birkifrjókorn  komu næst í fjölda og voru flest í maí. Þar eins og í Garðabæ féllu óvænt frjó í apríl en íslenska birkið mældist fyrst um miðjan maí.
  • Súrufrjókorn voru flest í júní.
  • Júlí var aðalfrjómánuðurinn á Akureyri .

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2014 (pdf)

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2014 (pdf)

Á Akureyri mældust 3030 frjókorn á tímabilinu 19. apríl til 30. september. Sumarið 2013 er orðið fimmta sumarið frá upphafi mælinga þar sem heildarfrjómagn fer yfir 3000. Hin sumrin voru árið 2000, 2003, 2005 og 2011. Grasfrjó voru algengust eða 1530 og aðeins yfir meðallagi. Birkifrjó mældust 675, sem er vel yfir meðallagi. Asparfrjó voru fá í ár en súrufrjó í meðallagi eða 56. Frjótala fór alls fjórum sinnum fyrir 100 í sumar, tvisvar í júní og tvisvar í ágúst. Flest frjókorn voru í lofti þann 13. ágúst en þann dag voru grasfrjó í hámarki.

Í Urriðaholti í Garðabæ, reyndust talsvert fleiri frjókorn koma í frjógildruna en fyrir ári og mældust 4237 frjókorn á tímabilinu 9. apríl til 30. september. Mest var um birkifrjó eða 1913 og grasfrjó reyndust 1519. Asparfrjó voru fremur fá miðað við árin á undan eða 14. Sama á við um súrufrjó en heildarfjöldi þeirra reyndist 69 frjó. Alls fór heildarfrjótalan fimm sinnum yfir 100 í sumar, fjórum sinnum í júní og einu sinni í júlí. Hámarkið kom 11. júní þegar 633 frjókorn voru á ferðinni, en á þeim tíma var birkið í hámarki.

Júní var aðalfrjómánuðurinn á Akureyri og í Garðabæ þegar birkið og furan voru í blóma.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2013 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2013 (pdf)

Þrisvar hafa frjókorn verið fleiri en í ár í Reykjavík, það var sumurin 1988, 2010 og 2011. Í ár var mælt frá byrjun apríl og út september. Á þeim tíma reyndust ríflega 6100 frjókorn fara um hvern rúmmetra lofts við Veðurstofuna við Bústaðaveg eða að meðaltali um 35 frjókorn á sólarhring. Mest var um frjókorn 29. maí, en þá fór frjótalan í 237. Þetta gerðist á þeim tíma sem blómgun birkis stóð sem hæst og furan var einnig farin að dreifa frjókornum. Birkifrjó urðu um helmingi færri en í fyrra sem var metár með á fjórða þúsund birkifrjó. Birkifrjó voru samfellt í lofti í 51 dag eða frá 13. maí til 2. júlí. Asparfrjó urðu heldur færri en í fyrra, samt vel yfir meðalári. Grasfrjó voru ívið fleiri í ár og nokkuð yfir meðallagi. Súrufrjó voru hins vegar undir meðaltali áranna 1988–2011. Frjókorn voru nær samfellt í lofti frá 16. apríl til 4. september og lauk frjótímanum viku fyrr í ár en í fyrra. Sumarið var þurrt framan af og sólríkt sem hvort tveggja hefur þau áhrif að frjókorn dreifast vel út í andrúmsloftið.

Í Urriðaholti í Garðabæ, 6 km suður af Veðurstofunni, reyndust talsvert færri frjókorn koma í frjógildruna en fyrir ári. Þar voru frjókorn nær samfellt í lofti frá 19. apríl til 2. september. Hámarkið kom 4. júní þegar 120 frjókorn voru á ferðinni, en á þeim tíma var birkið í hámarki og mörg furufrjó í lofti. Í ár skiluðu sér fleiri asparfrjó í gildruna í Urriðaholti og grasfrjó urðu einnig heldur fleiri en í fyrra. Hins vegar kom aðeins þriðjungur birki- og furufrjóa í gildruna miðað við árið 2011, súrufrjó voru líka færri í ár. Að meðaltali fóru 16 frjókorn um hvern rúmmetra lofts þá 167 daga sem frjómælingar stóðu yfir í Garðabæ í ár.

Á Akureyri mældust 2990 frjókorn á tímabilinu 23. apríl til 30. september. Grasfrjó voru vel yfir meðallagi og hafa aðeins einu sinni áður verið fleiri en það var sumarið 2003. Birki- og asparfrjó voru talsvert undir meðallagi, hins vegar reyndust súrufrjó vera í meðallagi þetta sumarið. Frjókorn voru nær samfellt í lofti frá 25. maí til 7. september. Frjótalan fór sjö sinnum yfir 100 á sumrinu, tvisvar í júlílok og fimm sinnum í ágúst þegar grasfrjó voru í hámarki. Að jafnaði fóru tæplega 19 frjókorn um hvern rúmmetra lofts á Akureyri en mest var það 8. ágúst þegar 320 frjó voru á ferðinni, aðallega grasfrjó.

Ágúst var aðalfrjómánuðurinn fyrir norðan en syðra var það júní þegar birkið og furan voru í blóma.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2012 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2012 (pdf)

Frjómælingar í Reykjavík sumarið 2012 (pdf)

Aldrei hafa frjókorn í lofti yfir Reykjavík verið fleiri en í ár. Mælt var frá miðjum apríl og út september. Á þeim tíma reyndust tæplega 8400 frjókorn fara um hvern rúmmetra lofts við Veðurstofuna við Bústaðaveg eða að meðaltali um 50 frjókorn á sólarhring. Tvisvar, þ.e. dagana 30. maí og 5. júní, fór frjótalan í 294. Þetta gerðist á þeim tíma sem birkitíminn stóð sem hæst. Birkifrjó urðu meira en sex sinnum fleiri en í meðalári eða rúmlega 3000 og hafa aldrei verið fleiri. Sá tími sem birkifrjó voru í lofti varð óvenju langur, náði fram í miðjan júlí en oftast er frjótíma birkis lokið um Jónsmessu. Asparfrjóum fjölgar með hverju árinu og í ár urðu þau einnig ríflega sex sinnum fleiri en í meðalári. Þá fóru grasfrjó og súrufrjó líka yfir meðaltalið þó engin met væru slegin í þeim hópum í ár. Frjókorn voru samfellt í lofti frá 1. maí til 11. september en undanfarin þrjú ár hefur samfellda frjótímanum lokið í ágúst. Sumarið var óvenju þurrt og sólríkt sem hvort tveggja hefur þau áhrif að frjókorn dreifast vel út í andrúmsloftið.

Á Akureyri mældust um 3200 frjókorn á tímabilinu 19. apríl til 25. september. Þetta er eitt fjögurra sumra með fleiri en 3000 frjókorn. Hin sumurin voru árið 2000, 2003 og 2005. Birki- og asparfrjó voru yfir meðallagi en gras- og súrufrjó í tæpu meðallagi. Frjókorn voru í lofti með einni undantekningu frá 24. apríl til 23. september. Frjótalan fór fjórum sinnum yfir 100 á sumrinu, einu sinni á meðan birkið var í blóma, 4. júní, og þrisvar í ágúst þegar sem mest var af grasfrjóum. Að jafnaði fóru tæplega 20 frjókorn um hvern rúmmetra lofts á Akureyri en mest var það 30. ágúst þegar 248 frjó voru á ferðinni, aðallega grasfrjó.

Ágúst var aðalfrjómánuðurinn fyrir norðan en syðra var það júní þegar birkið var í blóma.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2011 (pdf)

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2011 (pdf)

Frjómælingar í Reykjavík sumarið 2011 (pdf)

Í Reykjavík hafa aldrei áður mælst jafnmörg frjókorn á einu sumri eða ríflega 7000. Óvenjumikið var um birkifrjó og grasfrjó þó svo að fleiri hafi mælst áður. Þannig reyndust birkifrjó fleiri vorið 2006 en í ár en það vor bárust hingað með háloftavindum úr austri fjölmörg trjáfrjó, einkum þó frá birki. Fyrsta árið sem frjómælingar fóru fram í Reykjavík var 1988 og það sumar urðu grasfrjó nokkru fleiri en í ár. 1988 var það ágúst sem reyndist aðalgrasmánuðurinn en í ár var það júlí. Birkifrjóin urðu fjórfalt fleiri í ár en í meðalári og grasfrjóin tvöfalt fleiri. Asparfrjóin voru einnig tvöfalt fleiri en í meðalári en hafa nokkrum sinnum verið fleiri en í ár. Frjókorn súru, þ.e. túnsúru, hundasúru og njóla, voru hins vegar nokkru færri en í meðalári. Frjókorn voru samfellt í lofti þ.e. eitt eða fleiri frjó mældust hvern dag frá 6. maí til ágústloka sem er áþekkt undanförnum árum. Sumarið var eitt það hlýjasta, sólskinsstundir yfir meðallagi og þurrt framan af. Veðráttan var því hagstæð frjódreifingu syðra. Fjöldi frjókorna í rúmmetra lofts hvern einstakan dag var að meðaltali 46, hæst fór frjótalan í 820 þann 17. júlí. Þann dag voru grasfrjó í hámarki. Frjótala fór 14 sinnum yfir 100, fjórum sinnum í maí þegar birkið var í hámarki, einu sinni í júní og ágúst og átta sinnum í júlí en á þeim tíma voru grasfrjó í algleymingi.

Á Akureyri reyndist sumarið í tæpu meðalári með heildarfrjómagn ríflega 2500 í rúmmetra lofts. Birkifrjó og asparfrjó voru yfir meðallagi en bæði gras- og súrufrjó undir meðallagi. Frjókorn voru í lofti nær alla daga frá 1. maí til 25. ágúst. Frjótalan fór yfir 100 fjórum sinnum sumarið 2010, þrisvar á meðan birkið var í blóma í júní og einu sinni í ágúst þegar grasfrjó voru í hámarki. Að jafnaði fóru 14,9 frjókorn um hvern rúmmetra andrúmslofts á sólarhring á Akureyri. Mælingum var hætt vegna bilunar í loftdælu um miðjan september. Er það nokkru fyrr en venjulega. Tíu daga kuldakafli með næturfrosti í framhaldi bilunarinnar gerir það að verkum að óhætt er að fullyrða að bilunin hafi lítil áhrif haft á heildarniðurstöður sumarsins.

Júní var aðalfrjómánuður fyrir norðan en þá blómgaðist birkið þar. Júlí var frjóríkastur syðra þegar fjölmargar grastegundir voru í blóma og dreifðu frjókornum. Aðalgrasmánuður nyrðra var hins vegar ágúst.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2010 (pdf)

Frjómælingar í Reykjavík sumarið 2010 (pdf)

Í Reykjavík skipar sumarið 2009 sér í hóp meðalára hvað heildarfrjómagn varðar með ríflega 3900 frjókorn þá 169 daga sem mælt var. Asparfrjó og grasfrjó reyndust yfir meðallagi en birkifrjó og súrufrjó voru undir meðallagi. Frjókorn voru samfellt í lofti frá 4. maí til 25. ágúst, sem er álíka langur tími og í fyrra en frjótímabilið byrjaði bæði og endaði seinna í ár. Sumarið var hlýtt og eitt hið sólríkasta en hvort tveggja er mjög hagstætt fyrir frjódreifingu, hins vegar var úrkoma meiri bæði í maí og september. Fjöldi frjókorna í rúmmetra lofts hvern einstakan dag var að meðaltali um 23, hæst fór frjótalan í 211 þann 20. júlí þegar grasfrjó voru í hámarki en alls fór frjótala sjö sinnum yfir 100 syðra, sex sinnum í júlí og einu sinni í ágúst.

Á Akureyri reyndist sumarið hins vegar í hópi þeirra slakari hvað heildarfrjómagn varðar með 2330 frjókorn í rúmmetra lofts. Birkifrjó og asparfrjó voru yfir meðallagi en aðrir hópar, gras- og súrufrjó undir meðallagi. Í fyrsta skipti gerðist það að birkifrjó reyndust fleiri en grasfrjó. Frjókorn voru nær samfellt í lofti frá 6. maí til ágústloka. Frjótalan fór yfir 100 þrjá daga í lok maí. Þegar mest var þann 29. maí reyndust þau 157 en þá voru birkifrjó í hámarki. Að jafnaði fóru tæplega 14,5 frjókorn um rúmmetra lofts á sólarhring á Akureyri.

Maí var aðalfrjómánuðurinn fyrir norðan en þá voru bæði ösp og birki í blóma, en syðra var það júlí þegar flestar grastegundir blómguðust og dreifðu frjókornum. Í ágústmánuði var hins vegar mest um grasfrjó fyrir norðan.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2009 (pdf)

Frjómælingar í Reykjavík sumarið 2009 (pdf)

Í Reykjavík skipar sumarið 2008 sér meðal mestu frjósumra enda fjórða lengsta súlan á myndritinu. Flestir hópar voru yfir meðallagi og frjókorn voru samfellt í lofti frá 22. apríl til 18. ágúst, sem er heldur styttri tími en í fyrra. Sumarið var bæði hlýtt og eitt hið sólríkasta en hvort tveggja er mjög hagstætt fyrir frjódreifingu, enda urðu frjótölur, þ.e. fjöldi frjókorna í rúmmetra lofts hvern einstakan dag, oft háar. Hæst fór frjótalan í 322 þann 25. júlí þegar grasfrjó voru í hámarki en alls fór frjótala sjö sinnum yfir 100 syðra.

Á Akureyri reyndist sumarið hins vegar í hópi þeirra lakari hvað heildarfrjómagn varðar. Birkifrjó voru yfir meðallagi en aðrir hópar; aspar-, gras- og súrufrjó undir meðallagi. Frjókorn voru samfellt í lofti á tímabilinu 11. maí til 31. ágúst. Frjótalan fór yfir 100 þrjá daga í maí. Þegar mest var þann 26. maí reyndust þau 268 en þá voru birkifrjó í hámarki.

Júlí var aðalgrasmánuðurinn í báðum landshlutum, nyrðra með 457 frjó í rúmmetra og syðra með 1344 frjó í rúmmetra. Að jafnaði fóru tæplega 15 frjókorn um rúmmetra lofts á sólarhring á Akureyri en í Reykjavík reyndust þau nær helmingi fleiri eða 29.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2008 (pdf)

Frjómælingar í Reykjavík sumarið 2008 (pdf)

Í Reykjavík skipar sumarið 2007 sér meðal mestu frjósumra enda fjórða lengsta súlan á myndritinu. Allir hópar voru yfir meðallagi og frjókorn voru samfellt í lofti frá 22. apríl til loka ágústmánaðar. Sumarið var þurrviðrasamt og sólríkt lengst framan af sem er mjög hagstætt fyrir frjódreifingu. Þó urðu frjótölur, þ.e. fjöldi frjókorna hvern einstakan dag, aldrei mjög háar, fór hæst í 154 þann 26. júní en allt í allt fór frjótala tíu sinnum yfir 100.

Á Akureyri reyndist sumarið hins vegar meðalár hvað heildarfrjómagn varðar. Birki- og asparfrjó voru yfir meðallagi en gras- og súrufrjó fyrir neðan það. Á tímabilinu 15. maí til 29. ágúst komu þrír dagar sem engin frjókorn mældust. Þrisvar á sumrinu fór frjótalan yfir 100, þegar mest var þann 30. júlí reyndust þau 240.

Ágúst var aðalgrasmánuðurinn fyrir norðan með 688 frjó í rúmmetra en syðra var það júlí með 1118 frjó í rúmmetra. Að jafnaði fóru tæplega 18 frjókorn um rúmmetra lofts á sólarhring á Akureyri en í Reykjavík reyndust þau 26.

Frjómælingar í Reykjavík sumarið 2007 (pdf)

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2007 (pdf)

Á súluritinu er auðvelt að bera saman sumarið 2006 við fyrri sumur. Þar sést að í Reykjavík var sumarið 2006 með mestu frjósumrum. Þar áttu birkifrjóin stærsta þáttinn, en um 40% birkifrjóanna voru af erlendum uppruna.

Á Akureyri reyndist sumarið 2006 hins vegar með slakari sumrum. Aðeins fimm asparfrjó mældust í bænum sem oft er kenndur við gróskumiklar aspir. Grassúlan sýnir þó lágmarksgildi, þar sem frjótölur fyrir 9. til 13. ágúst vantar.

Sveiflur í heildarfrjómagni ársins eru miklar og þar hefur veðráttan mikil áhrif.

Vorið 2006 var kalt á landinu öllu, þó einkum Norðanlands, sem varð til þess að gróður var mun seinna á ferðinni en undanfarin ár. Vætusamur júní leiddi til þess að frjótölur grasa voru lágar lengst af. Það var komið fram í júlí þegar frjótala grasa fór fyrst yfir 10 og langt liðið á júlí þegar frjótölur fóru yfir 20. Ágúst var aðalgrasmánuðurinn og bæði á Akureyri og í Reykjavík náði frjótala grasa aðeins einu sinni að fara yfir 100.