Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og fugla.

Mörk
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðalönd ofan byggðar í Hrútafirði, Miðfirði, Víðdal og Vatnsdal í Húnavatnssýslum, suður fyrir Norðlingafljót, niður undir fjallið Strút og þaðan vestur og norður um dalbotna ofan byggðar í Hvítársíðu, Þverárhlíð og norður um Holtavörðuheiði til Hrútafjarðar.
Lýsing
Mjög víðáttumikil og vel gróin heiðalönd, rík af mýrum, vötnum, tjörnum og lækjum. Lífríkt vatnakerfi, fengsæl fiskivötn og fjölbreytt fuglalíf. Einhver víðfeðmustu votlendi til heiða á landinu, rík af tjarnastararflóum, starungsmýrum, runnamýrum, brokflóum, hengistararflóum og gulstararflóum. Landi hefur ekki verið raskað af virkjunum, framræslu eða öðrum framkvæmdum. Sumarbeitilönd sauðfjár og lítilsháttar hrossa. Aðalútivist er silungsveiði.
Forsendur fyrir vali
Víðáttumikil votlendissvæði og lítið hverasvæði. Forgangsvistgerðir eru runnamýravist á láglendi og starungsmýravist. Við Síká, um mitt vestanvert svæðið, er jarðhiti þar sem mýrahveravist og móahveravist þrífst. Mikið fuglalíf er á Arnarvatnsheiði og er hún alþjóðlega mikilvægt varpsvæði álftar og himbrima. Álftamergðin á fjaðrafellitíma uppfyllir einnig alþjóðleg viðmið. Þá verpur þar einnig nokkuð af lómi og duggönd sem eru forgangstegundir.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | < 0,01
|
||
Land | < 0,01
|
||
Land | 4,81
|
1 | |
Land | 164,25
|
4 | |
Ferskvatn | < 0,01
|
Fuglar - Votlendi og önnur svæði
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Lómur (Gavia stellata) | Varp | 25
|
2012 | 2,0
|
Himbrimi (Gavia immer) | Varp | 75
|
2016 | 15,0
|
Álft (Cygnus cygnus) | Varp | 639
|
2012 | 6,0
|
Duggönd (Aythya marila) | Varp | 61
|
2012 | 2,0
|
Ógnir
Uppbygging þjónustu fyrir ferða- og veiðimenn, vegagerð, utanvegakstur, áform um vindmyllur, minniháttar sauðfjárbeit.
Aðgerðir til verndar
Takmarka framkvæmdir á svæðinu, skerpa á reglum er varða veiðar á fiski og fuglum, umferð og umgengni veiði- og ferðamanna sem og beitarstýring.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26