Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi, fugla og sel.

Mörk
Utanverður Skagi, milli Húnaflóa og Skagafjarðar, ásamt fjöru og grunnsævi. Svæðið fylgir ströndinni og nær yfir nærliggjandi eyjar og sker. Til suðurs afmarkast það við Fjallsöxl og nær suður fyrir Þverárvötn og Bjarnarfell.
Lýsing
Láglent svæði með býlum við strönd en heiðaland þar upp af með fjölda stöðuvatna; mýrar og flóar í lægðum en grýttir hryggir og hæðir með melum og rýru mólendi þegar ofar dregur. Fengsæl veiðivötn, ríkulegt fuglalíf við sjávarsíðuna og inn til heiða. Ströndin er víðast hvar fremur lág og lítt vogskorin og einkennist af brimasömum hnullungafjörum. Einnig er þar að finna sjávarlón og strandvötn. Landbúnaður er stundaður á svæðinu, meðal annars æðardúntekja og mikil veiði er í vötnum. Alaskalúpína hefur dreift sér um heiðina á síðastliðnum árum. Landselslátur eru víða meðfram ströndinni og á eyjum og skerjum, til dæmis við Kálfshamarsvík, Gafley og fleiri eyjum norður af Skaga en útselslátur eru á Landey.
Forsendur fyrir vali
Ósnortnar mýrar og flóar inni á heiðinni, víðáttumikil svæði með starungsmýrarvist og runnamýravist. Alþjóðlega mikilvægt varpland æðarfugls, álftar og himbrima og eins verpur á svæðinu talsvert af lómi og duggönd sem eru forgangstegundir. Loks er Skagi alþjóðlega mikilvægur fyrir helsingja á fartíma og straumönd á veturna. Á skerjum og eyjum umhverfis Skaga eru landselslátur þar sem hafa verið yfir 450 selir en þar hefur landsel fækkað um 89,5%.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | 14,13
|
2 | |
Land | 91,42
|
2 |
Fuglar - Votlendi og önnur svæði
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Lómur (Gavia stellata) | Varp | 30
|
2012 | 2,0
|
Himbrimi (Gavia immer) | Varp | 40
|
2016 | 8,0
|
Álft (Cygnus cygnus) | Varp | 126
|
2012 | 1,0
|
Helsingi (Branta leucopsis) | Far | 4259
|
1994 | 11,0
|
Duggönd (Aythya marila) | Varp | 38
|
2012 | 1,0
|
Æður (Somateria mollissima) | Varp | 8000
|
1999 | 3,0
|
Straumönd (Histrionicus histrionicus) | Vetur | 260
|
1999 | 2,0
|
Selir
Nafn | Lægsti fjöldi (ár) | Hæsti fjöldi (ár) | Hæsta hlutfall af Norðvesturstofni (ár) | Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) | Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár) |
---|---|---|---|---|---|
Landselur (Phoca vitulina) | 53,0 (2016)
|
456,0 (1980)
|
15,2 (1980)
|
3,8 (2003)
|
1,2 (2018)
|
Ógnir
Framræsla, útbreiðsla lúpínu og vaxandi ferðamennska. Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, þar með taldar veiðar við laxveiðiár og hjáveiðar, og truflun.
Aðgerðir til verndar
Framræsla verði ekki meiri en orðið er og endurheimt votlendis þar sem landnýting leyfir. Hindra útbreiðslu alaskalúpínu um svæðið og viðhalda léttri sauðfjárbeit til að auðvelda það. Stýra umferð ferðafólks. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-12-03