Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða og fugla.

Mörk
Fjörur og grunnsævi frá Balatjörn á sunnanverðu Álftanesi að Gróttu á Seltjarnarnesi. Einnig fylgir Bessastaðanes og ysti hluti Seltjarnarness.
Lýsing
Strandsvæði við þéttbýli. Fjörubeðurinn er leir, sandur, möl, klappir, stórgrýti og mór. Brimasemi er að jafnaði nokkur á svæðinu, en tiltölulega lítil suðaustan undir Gróttu. Svæðið er vinsælt til útivistar, t.d. eru siglingar stundaðar í Skerjafirði sem og sjósund, þá er golfvöllur innan svæðisins á Seltjarnarnesi. Önnur landnotkun er m.a. æðardúntekja á Álftanesi, hafnarstarfsemi á Kársnesi og grásleppuveiðar á grunnsævi.
Forsendur fyrir vali
Auðugt botndýralíf á grunnsævi og mikið um lífríkar sjávartjarnir og fjörur, sjávarlón og sjávarfitjar. Nyrst á svæðinu við Seltjörn, milli Suðurness og Gróttu, er sérstæð fjöruspilda vegna fjörumós. Þar eru einnig tiltölulega lítið raskaðar klóþangsfjörur og sandmaðksleirur. Fuglalíf er fjölskrúðugt árið um kring, m.a. eru hér mikilvægir viðkomustaðir fargesta og nær margæs alþjóðlegum verndarviðmiðum. Hið sama á við um æðarvarp á Álftanesi, grágæsir á fjaðrafellitíma og sendling að vetri.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Fjara | < 0,03
|
9 | |
Fjara | 1,54
|
2 | |
Fjara | 0,82
|
1 |
Fuglar - Fjörur og grunnsævi
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Grágæs (Anser anser) | Fellir | 1200
|
2014 | 1,0
|
Margæs (Branta bernicla) | Far | 2473
|
1990-2010 | 9,0
|
Æður (Somateria mollissima) | Varp | 3000
|
1999 | 1,0
|
Sendlingur (Calidris maritima) | Vetur | 700
|
1974 | 1,0
|
Ógnir
Uppfyllingar í fjöru og grunnsævi. Uppbygging í tengslum við vaxandi byggð, iðnaður, skólpmengun, útbreiðsla lúpínu og vaxandi umferð ferðamanna.
Aðgerðir til verndar
Allt svæðið er á náttúruminjaskrá og hluti þess er verið friðaður, þ.e. Skerjafjörður innan marka Kópavogs og Garðabæjar fyrir sameiningu við Bessastaðahrepp (búsvæðavernd), Bakkatjörn og Grótta á Seltjarnarnesi og Kasthúsatjörn og nálæg fjörusvæði (friðland) og Hlið ásamt fjörum (fólkvangur). Ljúka þarf friðlýsingu alls þessa svæðis í samræmi við þau ákvæði sem gilda um friðlýsta hlutann. Takmarka frekari uppfyllingar og stýra ágengri útvist betur, þar á meðal seglbrettum og sæköttum.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Hlið | Fólkvangur |
Hleinar | Fólkvangur |
Gálgahraun | Friðland |
Grótta | Friðland |
Bakkatjörn | Friðland |
Skerjafjörður innan Garðabæjar | Annað |
Fossvogsbakkar | Náttúruvætti |
Skerjafjörður innan Kópavogs | Annað |
Kasthúsatjörn, fjara | Fólkvangur |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26