Úthérað

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi, fugla og sela.

Mörk

Frá Héraðsflóa, milli Landsendafjalls og Grjótfjalls, um Héraðssanda og inn um Jökulsárhlíð, Hróarstungu, Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþinghá. Vesturmörk fylgja Fögruhlíðará neðan bæja í Jökulsárhlíð og niður að Jökulsá á Dal utan við Kaldá, þaðan í farvegi Jökulsár inn á móts við Litla-Bakka í Hróarstungu, þá austur að Búðarvatni og síðan suður ásana vestan Lagarfljóts til Skógargerðis. Þaðan yfir fljótið til Breiðavaðs, síðan til norðurs og austan Eiðavatns, út með og austan Selfljóts ofan sléttlendis til sjávar. Að auki ná mörkin yfir selalátur í Bjarnarey og Móvíkum við norðanverðan Héraðsflóa og látur í Svertlingum við ósa Selfljóts og Ósfles í flóanum að sunnanverðu.

Lýsing

Víðlend láglendissvæði á Úthéraði, mjög rík af mýrum, vötnum og tjörnum, ám, fljótum, flæðilandi, áraurum og eyrum. Klapparásar liggja út eftir héraðinu, klæddir mólendi og skógum. Árósar og sjávarsandar. Mjög fjölbreytt land. Fuglalíf er mjög ríkulegt og fjölbreytt. Landbúnaðarsvæði, sauðfé, nautgripir, hross, skógrækt, ferðaþjónusta. Mýrar raskaðar af framræslu en víða heillegir og lítið hreyfðir flóar og flæðilönd. Rennsli Lagarfljóts og Jökulsár hefur verið breytt vegna virkjana. Á svæðinu eru stærstu landselslátur Austfjarða, í mynni Héraðsflóa og við ósa Lagarfljóts og Jöklu.

Forsendur fyrir vali

Forgangsvistgerðir á svæðinu eru gulstararflóavist, starungsmýravist og runnamýravist á láglendi. Rimamýri finnst einnig og birkiskógar eru talsverðir. Fuglalíf er mikið og fjölbreytt og þær tegundir varpfugla sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru kjói, skúmur, grágæs, lómur og flórgoði. Hið sama á við um grágæs á fjaðrafellitíma og fartíma. Eins er þarna nokkuð um himbrima. Í mynni Héraðsflóa og ósum Lagarfljóts og Jöklu eru allt að 45,1% allra landsela Austfjarða og 10,6% af heildarstofni landsins. Austfirðir í heild eru meðal fárra svæða þar sem landsel hefur fjölgað.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
5,20
3
Land
19,75
3
Land
40,00
1

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Lómur (Gavia stellata) Varp
220
2000
15,0
Himbrimi (Gavia immer) Varp
9
2016
2,0
Flórgoði (Podiceps auritus) Varp
38
2004
5,0
Grágæs (Anser anser) Fellir
7700
2005
9,0
Kjói (Stercorarius parasiticus) Varp
1300
2000
54,0
Skúmur (Catharacta skua) Varp
100
1984–1985
2,0

Selir

Nafn Lægsti fjöldi (ár) Hæsti fjöldi (ár) Hæsta hlutfall af Austfjarðastofni (ár) Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár)
Landselur (Phoca vitulina)
145,0 (1990)
571,0 (2006)
75,5 (2003)
10,6 (2006)
8,6 (2018)

Ógnir

Framræsla, skógrækt, útbreiðsla framandi tegunda, sumarhúsabyggðir og ferðaþjónusta. Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á viðkomu sela eru veiðar, þar á meðal beinar veiðar og hjáveiðar, og truflun.

Aðgerðir til verndar

Takmarka frekari framræslu, endurheimta votlendi þar sem land er ekki lengur nytjað, landnýting skipulögð með hliðsjón af náttúruminjum og verndum þeirra, svo sem skógrækt, sumarhúsabyggðir og vegagerð. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Votlendi og sandar í Hjaltastaðaþinghá og Hjaltastaðaásar Aðrar náttúruminjar
Stórurð og Hrafnabjörg Aðrar náttúruminjar
Sleðbrjótsmelar Aðrar náttúruminjar
Húsey Aðrar náttúruminjar
Gláma og nágrenni Aðrar náttúruminjar
Fagradalsfjöll og Kollumúli Aðrar náttúruminjar
Eylendið í Jökulsárhlíð Aðrar náttúruminjar
Landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla Landslagsverndarsvæði

Fleiri myndir

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-12-03

Stærð

464,7 km2
Hlutfall land 76%
Hlutfall sjór 9%
Hlutfall strönd 4%
Hlutfall ferskvatn 11%