Fréttir
- 2025 chevron_left
- 2024 chevron_right
- 2023 chevron_right
- 2022 chevron_right
- 2021 chevron_right
- 2020 chevron_right
- 2019 chevron_right
- 2018 chevron_right
- 2017 chevron_right
- 2016 chevron_right
- 2015 chevron_right
- 2014 chevron_right
- 2013 chevron_right
- 2012 chevron_right
- 2011 chevron_right
- 2010 chevron_right
- 2009 chevron_right
- 2008 chevron_right
- 2007 chevron_right
- 2006 chevron_right
Fréttir
Ný rannsókn á sveppagróum í andrúmslofti hafin
Náttúrufræðistofnun hefur umsjón með nýju rannsóknarverkefni sem hófst í byrjun apríl og snýr að sveppagróum í andrúmslofti á Íslandi. Markmiðið er að greina útbreiðslu, fjölbreytileika og tímasetningar sveppagróa.
Áhrif ferðamanna á refi á Hornströndum rannsökuð
Nýverið kom út vísindagrein í tímaritinu Wildlife Biology sem fjallar um rannsókn á Hornströndum þar sem könnuð voru áhrif ferðamanna á heimsóknir refa á greni á meðan þeir sinntu afkvæmum sínum.
Surtseyjarfélagið 60 ára og aðalfundur haldinn
Aðalfundur Surtseyjarfélagsins fór fram þann 2. apríl 2025 í húsi Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk fræðsluerinda um rannsóknir í eynni.
Loftslagsbreytingar, frjókorn og lýðheilsa
Frjókorn frá birki og grösum eru meðal algengustu ofnæmisvalda í Evrópu og valda einkennum hjá allt að 40% íbúa. Ný vísindarannsókn sýnir að loftslag og landfræðileg staðsetning hafa veruleg áhrif á frjókornatímabil og að frjókornatímabil á Íslandi eru viðkvæm fyrir veðurbreytingum.
Hrafnaþing - Harðasti nagli norðursins í vanda!
Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 9. apríl 2025 kl. 15:15-16:00, mun Böðvar Þórisson, líffræðingur og verkefnastjóri á rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi flytja erindið „Harðasti nagli norðursins í vanda!“.
Hundruð kinda í Vífilsstaðahrauni
Í morgun varð vart við óvenjulega stóran hóp kinda í Vífilsstaðahrauni í Garðabæ. Við fyrstu sýn virtist um hefðbundinn hóp eftirlegukinda að ræða sem ratað höfðu heim í byggð, en við nánari athugun kom í ljós að flest dýrin eru merkt bændum á Reykjanesskaga.
Vettvangsferð á Hornstrandir
Dagana 13.–23. mars stóð yfir vettvangsferð á vegum Náttúrufræðistofnunar á Hornstrandir, þar sem fylgst var með lífríki svæðisins undir lok vetrar. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur var leiðangursstjóri ferðarinnar.
Fyrstu frjókorn elris farin á flug
Fyrstu elritré landsins eru nú farin að blómstra, sem markar upphaf frjótímabils elris. Í sumum landshlutum eru blóm elris enn lokuð en á sólríkari stöðum eru þau þegar farin að opnast og því má búast við frjókornum í andrúmslofti á næstu dögum.
Alþjóðlegur dagur jökla
Í tilefni af alþjóðlegum degi jökla, sem haldinn er árlega þann 21. Mars, verður sýningin „Kynslóðir jökla“ opnuð í Loftskeytastöðinni í Reykjavík.