Gróðureldar

Tímamörk
Langtímaverkefni, hófst 2006.
Samstarfsaðilar
Mismunandi samstarfsaðilar eftir umfangi og staðsetningu gróðurelda, til dæmis Landbúnaðarháskóli Íslands, Land og skógur, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Markmið verkefnisins er að skrá og kortleggja svæði þar sem umfangsmiklir gróðureldar koma upp utan þéttbýlis og breiðast um. Jafnframt að fylgjast með áhrifum gróðurelda á lífríki. Frá árinu 2006 hafa staðið yfir rannsóknir á framvindu gróðurs og dýralífs á víðáttumiklu svæði sem brann á Mýrum þá um vorið.
Kortlagðir gróðureldar frá árinu 2006 (athugið að listinn er ekki tæmandi því það hafa ekki allir gróðureldar undanfarin ár á landinu verið kortlagðir):
Ár og dagur er eldur kviknaði | Svæði | Gróðurlendi | Flatarmál brunnins lands (ha) |
---|---|---|---|
2023 – 10.–31. júlí | Gossvæðið við Litla-Hrút á Reykjanesskaga | Mosahraunavist og lynghraunavist |
231 |
2023 – 23. mars | Óttarsstaðir við Straumsvík | Graslendi og lynghraunavist |
9 |
2021 – 11. maí | Mosabreiður, lyng |
31 |
|
2021 – 4. maí | Heiðmörk, Reykjavík | Lúpína, gamall birkiskógur |
56,5 |
2021 – 15. apríl | Vífilsstaðir, Fljótsdalshéraði | Graslendi og skógrækt |
|
2021 – 2. febrúar | Við Korpúlfsstaðaveg | Graslendi |
|
2020 – 18. maí | Norðurárdalur, Borgarfirði | Birkiskógur |
13,2 |
2020 – 6. maí | Vestaraland II, Öxarfirði | Graslendi (tún) og mólendi |
49,6 |
2020 – 5. maí | Vík, Kjalarnesi | Graslendi, stöku trjárækt |
1,35 |
2017 – 11. maí | Dalur, Eyja- og Miklaholtshreppi | Mólendi |
42,4 |
2017 – 15. apríl | Grótta | Hvönn |
0,14 |
2017 – 14. apríl | Ketilsstaðir, Dalabyggð | Graslendi |
16,9 |
2015 – 13. maí | Almannadalur, Reykjavík | Lúpína, ungskógur |
0,25 |
2015 – 2. maí | Fáskrúðarbakki, Snæfellsnesi | Mýrlendi |
319 |
2015 – 1. maí | Norðan Stokkseyrar | Mýrlendi |
18 |
2013 – 31. mars | Merkihvoll á Landi | Lúpína, gras og trjárækt |
2 |
2013 – 30. mars | Hvammur í Skorradal | Graslendi og kjarr |
0,3 |
2013 – 25. mars | Gröf í Lundarreykjadal | Tún, graslendi og mólendi |
39 |
2012 – 3. ágúst | Hrafnabjörg í Laugardal í Ísafjarðardjúpi | Mýrlendi og kvistlendi |
15 |
2012 – 16. júní | Ásland í Hafnarfirði | Lúpína |
1 |
2012 – 6. júní | Heiðmörk | Lúpína og furulundur |
0,4 |
2010 – 26. maí | Jarðlangsstaðir á Mýrum | Birkikjarr, mýri og graslendi |
13 |
2009 – 22. júlí | Við Helgafell ofan Hafnarfjarðar | Mosaþemba |
8 |
2009 – 5. júní | Víðivallargerði í Fljótsdal | Graslendi með unglerki |
0,5 |
2008 – 29. apríl | Útmörk Hafnarfjarðar | Lúpína |
13 |
2008 – 16. apríl | Kross og Frakkanes á Skarðsströnd | Mýrar og lyngheiði |
105 |
2007 – 23. júní | Miðdalsheiði | Mosaþemba |
9 |
2006 – 30. mars | Mýrar | Mýrar og flóar |
6700 |
Nánari upplýsingar
Samantekt niðurstaðna
Mosabruni á gosstöðvunum við Litla-Hrút (2023)
Gróðureldar við Óttarsstaði vestan við Straumsvík (2023)
Umfang gróðurelda við gosstöðvar við Fagradalsfjall endurmetið (2021)
Gróðureldar við gosstöðvar við Fagradalsfjall (2021)
Gróðureldar í Heiðmörk (2021)
Miklar gróðurskemmdir eftir eld í Norðurárdal í Borgarfirði (NÍ-frétt 3.6.2020)
Kortlagning á útbreiðslu gróðurelda árið 2013 (NÍ-frétt 10.4.2013)
Gróðureldarnir í Heiðmörk 6. júní 2012 (NÍ-frétt 8.6.2012)
Sinubruni í landi Jarðlangsstaða við Langá á Mýrum í maí 2010 (NÍ-frétt 28.5.2010)
Mosabruninn við Helgafell í júlí 2009 (NÍ-frétt 24.7.2009)
Sinueldar við Hafnarfjörð í apríl 2008 (NÍ-frétt 30.4.2008)
Sinubruni á Skarðsströnd í apríl 2008 (NÍ-frétt 27.2.2009)
Mosabruni á Miðdalsheiði í júní 2007 (NÍ-frétt 25.6.2007)
Ár liðið frá Mýraeldum (NÍ-frétt 29.3.2007)
Svenja N.V. Auhage 2008. Sinubruni í landi Kross og Frakkaness á Skarðsströnd í apríl 2008 (pdf 1,5MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-08011. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Landbúnaðarháskóli Íslands 2007. Mýraeldar 2006: Fyrstu niðurstöður rannsókna á sinueldunum og áhrifum þeirra á lífríki (pdf, 6,8MB).
Tengiliðir
Járngerður Grétarsdóttir gróðurvistfræðingur