Válisti æðplantna

Válistaflokkun æðplantna er unnin í samræmi við hættuflokka Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) frá árinu 2017. Válisti Náttúrufræðistofnunar Íslands tekur mið af henni.

Alls 56 tegundir æðplantna eru á Válista Náttúrufræðistofnunar 2018 en 85 tegundir voru metnar. Ein tegund er útdauð á Íslandi, átta tegundir eru í bráðri hættu og sjö tegundir í hættu. Nokkrar tegundir eru nýjar á válista og er þá oftast um að ræða tegundir sem hafa nýlega fundist hér og lenda þær því margar í flokknum DD (vantar gögn). Þessar tegundir eru engjakambjurt (Melampyrum pratense) (CR), Botrychium lunaria v. melzeri (DD), skorutungljurt (Botrychium nordicum) (DD), klumbustör (Carex buxbaumii) (DD), Huperzia arctica (DD) og sverðnykra (Potamogeton compressus) (DD).

Þær tegundir sem eru á válista (þ.e. tilheyra flokkunum ER, CR, EN, VU og DD), alls 56 tegundir, leggur Náttúrufræðistofnun til að verði friðlýstar. 

Tegund útdauð á Íslandi (RE)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Heimsválisti
Davíðslykill Primula egaliksensis RE   LC

Tegundir í bráðri hættu (CR)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Heimsválisti
Skeggburkni Asplenium septentrionale CR D NE
Gljástör Carex pallescens CR B1; B2a+b(iv) NE
Vatnsögn Crassula aquatica CR B1; B2b(ii,v) NE
Mýramaðra Galium palustre CR B1; B2b(ii,iii,v); C2a(i); D LC
Mosaburkni Hymenophyllum wilsonii CR A4; B1+2ab(ii,v); C1+2a(i); D LC
Burstajafni Lycopodium clavatum CR B1; B2a+b(iii), D NE
Engjakambjurt Melampyrum pratense CR B1; B2a+b(iii) NE
Glitrós Rosa dumalis CR D NE

Tegundir í hættu (EN)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Heimsválisti
Svartburkni Asplenium trichomanes EN D NE
Vorstör Carex caryophyllea EN D NE
Trjónustör Carex flava EN D LC
Knjápuntur Danthonia decumbens EN D NE
Tjarnablaðka Persicaria amphibia EN B1; B2a+b(iv) LC
Maríulykill Primula stricta EN B1; B2b(iv) LC
Tunguskollakambur Struthiopteris spicant var. fallax EN D NE

Tegundir í nokkurri hættu (VU)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Heimsválisti
Lyngbúi Ajuga pyramidalis VU D1 NE
Ljósalyng Andromeda polifolia VU D2 LC
Ginhafri Arrhenatherum elatius VU D2 NE
Klettaburkni Asplenium viride VU D1; D2 NE
Mánajurt Botrychium boreale VU D1 NE
Fjallabláklukka Campanula uniflora VU D2 NE
Hrísastör Carex adelostoma VU D2 DD
Heiðastör Carex heleonastes VU   DD
Hlíðaburkni Cryptogramma crispa VU D2 NE
Skógelfting Equisetum sylvaticum VU D2 NE
Sandlæðingur Glaux maritima VU D2 NE
Flæðalófótur Hippuris tetraphylla VU D2 LC
Fitjasef Juncus gerardii VU D2 NE
Stinnasef Juncus squarrosus VU D2 NE
Munkahetta Lychnis flos-cuculi VU D2 NE
Hreistursteinbrjótur Micranthes foliolosa VU D2 NE
Naðurtunga Ophioglossum azoricum VU D2 NE
Súrsmæra Oxalis acetosella VU D1; D2 NE
Stefánssól Papaver radicatum ssp. stefanssonii VU D2 NE
Flóajurt Persicaria maculosa VU D2 LC
Blæösp Populus tremula VU D2 LC
Sifjarsóley Ranunculus islandicus VU D2 NE
Þyrnirós Rosa spinosissima VU D2 NE
Lónajurt Ruppia maritima VU D2 LC
Fjallkrækill Sagina caespitosa VU C2a(i) NE
Blátoppa Sesleria albicans VU B1; B2ab(ii,iii,iv) NE
Flæðaskurfa Spergularia salina VU   LC
Línarfi Stellaria borealis VU D2 NE
Rauðberjalyng Vaccinium vitis-idaea VU D2 LC
Laugadepla Veronica anagallis-aquatica VU D2 LC
Giljaflækja Vicia sepium VU D2 NE

Tegundir í yfirvofandi hættu (NT)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Heimsválisti
Renglutungljurt Botrychium tenebrosum NT   NE
Safastör Carex diandra NT   LC
Finnungsstör Carex nardina NT   NE
Hjartafífill Crepis paludosa NT   NE
Grámygla Gnaphalium uliginosa NT   NE
Loðgresi Holcus lanatus NT   NE
Vatnsnafli Hydrocotyle vulgaris NT   LC
Vatnalaukur Isoetes lacustris NT   LC
Eggtvíblaðka Listera ovata NT   NE
Ferlaufungur Paris quadrifolia NT   NE

Gögn vantar (DD)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Heimsválisti
  Botrychium lunaria var. melzeri DD   NE
Keilutungljurt Botrychium minganense DD   NE
Skorutungljurt Botrychium nordicum DD   NE
Lækjabrúða Callitriche brutia DD   LC
Klumbustör Carex buxbaumii DD   LC
Hveraaugnfró Euphrasia calida DD   NE
Álfafingur Huperzia arctica DD   NE
Sverðnykra Potamogeton compressus DD   NE
Hagabrúða Valeriana sambucifolia DD   NE

Tegundir sem falla utan válista

Tegundir metnar en ekki í hættu (LC)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Heimsválisti
Fjallalójurt Antennaria alpina LC   NE
Dvergtungljurt Botrychium simplex v. simplex LC   NE
Haustbrúða Callitriche hermaphroditica LC   LC
Línstör Carex brunnescens LC   LC
Fölvastör Carex livida LC   LC
Hagastör Carex pulicaris LC   NE
Fjallabrúða Diapensia lapponica LC   NE
Þrenningarmaðra Galium trifidum LC   LC
Mýraertur Lathyrus palustris LC   LC
Fuglaertur Lathyrus pratensis LC   NE
Blóðkollur Sanguisorba officinalis LC   LC
Bergsteinbrjótur Saxifraga paniculata LC   NE
Skógfjóla Viola riviniana LC   NE
Hnotsörvi Zannichellia palustris LC   LC

Tegundir uppfylla ekki forsendur mats (NA)

Nafn Latneskt heiti Hættuflokkur Viðmið Heimsválisti
Villilaukur Allium oleraceum NA   NE
Refagras Cystopteris fragilis NA   NE
Rauðkollur Knautia arvensis NA   NE
Vatnamynta Mentha aquatica NA   LC
Blóðmura Potentilla erecta NA   NE

Válisti plantna kom fyrst út 1996 en þar var fjallað um æðplöntur, baukmosa, botnþörunga sem teljast til rauðþörunga, gulþörunga, gullþörunga, brúnþörunga og grænþörunga auk þess sem fjallað var um fléttur aðrar en hrúðurfléttur. Mat tegunda sem lá til grundvallar válistanum 1996 byggði á IUCN-reglunum frá 1994.

Uppfærðar IUCN-reglur voru samþykktar árið 2000 og gefnar út 2001. Í kjölfar útgáfu fjölrits Náttúrufræðistofnunar nr. 50, Vöktun válistaplantna eftir Hörð Kristinsson, Evu G. Þorvaldsdóttur og Björgvin Steindórsson, voru 79 tegundir æðplantna metnar skv. IUCN-reglunum frá 2001. Válisti æðplantna 2008 var svo birtur.