Land

Vistgerðir á landi eiga við land ofan fjöru og utan straum- og stöðuvatna og eru vistgerðir á jarðhitasvæðum skoðaðar sérstaklega. Um er að ræða margs konar land, misvel gróið, undir fremur litlum áhrifum manna og sem má að stórum hluta kalla náttúrulegt eða hálfnáttúrulegt (e. semi­natural); allt frá forblautum flóum til þurra hrauna, frá lítt grónum melum til gróskumikilla birkiskóga, frá háhitasvæðum til jökla og frá láglendi til hæstu fjalla.

Við skilgreiningu vistgerða á landi eru mældir ýmsir þættir, eins og heildargróðurþekja, þekja æðplantna, mosa og fléttna og þekja einstakra æðplöntutegunda, hæð gróðurs, jarðvegsþykkt, kolefnismagn og sýrustig. Alls hafa verið skilgreindar 64 vistgerðir á landi í 12 meginflokkum eða vistlendum. Fjórum manngerðum svæðum er einnig lýst ásamt jöklum og urðarjöklum.

Staðreyndasíður

Vistgerðum er lýst í stuttu máli á staðreyndasíðum og fjallað um ásýnd þeirra og helstu einkenni. Þar kemur fram íslenskt heiti vistgerðar og samsvarandi enskt heiti samkvæmt EUNIS-flokkun. Ef um nýjar vistgerðir er að ræða eru settar fram tillögur að heiti á bæði íslensku og ensku.

Á staðreyndasíðum vistgerða á landi utan jarðhitasvæða er jarðvegi lýst og birtar tölfræðilegar upplýsingar um nokkra þætti, m.a. um heildargróðurþekju, þekju æðplantna, mosa og fléttna, gróðurhæð, tegundafjölda, halla lands, grýtni, jarðvegsþykkt, sýrustig og kolefnismagn í jarðvegi. Einnig er gefið yfirlit yfir þekjumestu tegundir æðplantna og þær mosa- og fléttutegundir og tegundahópa sem greindust á vettvangi og algengustu tegundir mosa og fléttna. Þá er tilgreint hvaða vistgerðir eru líkastar viðkomandi vistgerð. Ef upplýsingar liggja fyrir er þess getið hvaða tegundir fugla er helst að finna í vistgerðinni.

Á staðreyndasíðum jarðhitavistgerða er jarðvegi lýst og birtar tölfræðilegar upplýsingar um jarðvegshita og tegundafjölda æðplantna, mosa og fléttna. Auk þess eru dregnar saman upplýsingar um æðplöntutegundir sem eru ríkjandi í þekju og helstu mosa- og fléttutegundir. Taldar eru upp jarðhitategundir æðplantna, tegundir sem bundnar eru við hita í jarðvegi og hitakærar æðplöntutegundir, tegundir sem vaxa í köldu landi en auka verulega þekju sína þar sem hita gætir.

Með öllum vistgerðalýsingum eru birtar tvær ljósmyndir sem eru dæmigerðar fyrir ásýnd vistgerðar. Megindrættir í útbreiðslu vistgerðarinnar á landinu eru sýndir á einföldu reitakorti (10×10 km) en mun ítarlegri kort eru aðgengileg í kortasjá. Einnig eru gefnar upplýsingar um flatarmál vistgerðar og lagt mat á verndargildi hennar. Undantekning á þessu er að heildarflatarmál jarðhitavistgerða liggur ekki fyrir.

L1 Melar og sandlendi
L1.1 Eyðimelavist
L1.2 Grasmelavist
L1.3 Mosamelavist
L1.4 Víðimelavist
L1.5 Sanda- og vikravist
L1.6 Landmelhólavist
L2 Moldir
L2.1 Moldavist
L3 Skriður og klettar
L3.1 Urðarskriðuvist
L3.2 Grasvíðiskriðuvist
L3.3 Ljónslappaskriðuvist
L4 Eyrar
L4.1 Eyravist
L4.2 Auravist
L5 Moslendi
L5.1 Hélumosavist
L5.2 Melagambravist
L5.3 Hraungambravist
L6 Hraunlendi
L6.1 Eyðihraunavist
L6.2 Fléttuhraunavist
L6.3 Mosahraunavist
L6.4 Lynghraunavist
L7 Strandlendi
L7.1 Sandstrandarvist
L7.2 Malarstrandarvist
L7.3 Strandmelhólavist
L7.4 Grashólavist
L7.5 Sjávarfitjungsvist
L7.6 Gulstararfitjavist
L7.7 Sjávarkletta- og eyjavist
L8 Votlendi
L8.1 Dýjavist
L8.2 Rekjuvist
L8.3 Sandmýravist
L8.4 Hrossanálarvist
L8.5 Runnamýravist á hálendi
L8.6 Runnamýravist á láglendi
L8.7 Rimamýravist
L8.8 Rústamýravist
L8.9 Starungsmýravist
L8.10 Hengistararflóavist
L8.11 Brokflóavist
L8.12 Starungsflóavist
L8.13 Tjarnastararflóavist
L8.14 Gulstararflóavist
L9 Graslendi
L9.1 Stinnastararvist
L9.2 Finnungsvist
L9.3 Bugðupuntsvist
L9.4 Snarrótarvist
L9.5 Grasengjavist
L9.6 Língresis- og vingulsvist
L9.7 Blómgresisvist
L10 Mólendi
L10.1 Mosamóavist
L10.2 Flagmóavist
L10.3 Starmóavist
L10.4 Grasmóavist
L10.5 Fléttumóavist
L10.6 Fjalldrapamóavist
L10.7 Lyngmóavist á hálendi
L10.8 Lyngmóavist á láglendi
L10.9 Víðimóavist
L10.10 Víðikjarrvist
L11 Skóglendi
L11.1 Kjarrskógavist
L11.2 Lyngskógavist
L11.3 Blómskógavist
L12 Hverasvæði
L12.1 Mýrahveravist
L12.2 Móahveravist
L12.3 Fjallahveravist
L12.4 Hveraleirsvist
L13 Jöklar
L13.1 Jöklar og urðarjöklar
L14 Aðrar landgerðir
L14.1 Þéttbýli og annað manngert land
L14.2 Tún og akurlendi
L14.3 Skógrækt
L14.4 Alaskalúpína

Eldri flokkun vistgerða

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |